Gripla - 01.01.1979, Side 138
134
GRIPLA
Hér á eftir skulu taldir helstu staðir þar sem Finnur Jónsson og/eða
Björn K. Þórólfsson telja lakari texta í tveimur samhljóða handritum
og taka texta þriðja handritsins fram yfir. Sé þetta rétt mat er það
vitanlega bending til þess að hin samstæðu handrit hafi átt sérstakt
forrit þar sem villan hafi komist inn. Ef Jón Helgason bendir á sömu
dæmi eru þau sérstaklega auðkennd í svigum. Miðað er við útgáfu
Finns Jónssonar frá 1929, en texti S tekinn eftir Membrana Regia og
texti B eftir útgáfu Jóns Helgasonar 1956.
1) Lakari texti talinn í SB:
33.9 -fastrar M] -fastar SB
38,15 -deilandi M] -deilandar S, deilendr B
41,13 vígi M] valdi SB (J.H.)
48.3 Skutileyjar M] Stykkiseyjar S, Stinkiseyjar B (óljóst)
Allir eru þessir staðir léttvægir. Á bls. 38,15 og 41,13 er um að ræða
lesháttu í vísum, og má minna á ummæli Jóns Helgasonar, studd með
dæmum, að ‘isolerede læsemáder i Gisles vers ikke giver sikker vej-
ledning, nár et stemma skal konstrueres.’ ‘Skatileyjar munu vera sömu
eyjar sem nú eru kallaðar Skjaldmeyjareyjar eða stundum Skutiley
(et.), svo sem hálfa sjómílu í útsuður af Hergilsey,’ segir Bjöm K. Þór-
ólfsson (Vestf.s., bls. 81 nm.). Telur hann að leshátturinn Stykkiseyjar
geti ekki verið réttur, því að þær séu langt úr leið þegar siglt sé sunnan
yfir Breiðafjörð. En það má nú vera að Stykkiseyjar sé upphaflegur
texti, og komi þarna fram ófullkomin staðþekking söguhöfundar, enda
viðurkennir Björn að höfundi fatist staðfræðin að nokkru leyti í Her-
gilsey (Vestf.s., bls. xxix). Væri þá tvennt til: að lagfært hafi verið í M
eða að nafnið Skutiley, sem stundum er að sögn B.K.Þ. haft um Skjald-
meyjareyjar, sé gefið eftir að M-texti Gíslasögu varð kunnur á 19. öld.
2) Lakari texti talinn í MB:
34,7 á þeim bœ er í Hóium heitir SJ á einum bœ litlum, ok
nefndi bœinn M, á bœ einum B. — Björn K. Þórólfsson
sem trúir á handritaflokkun Finns Jónssonar, gerir ráð
fyrir að lesháttur S hljóti að vera leiðrétting, — ‘en hún
virðist vera rétt.’
41.3 veðrs S] veðr MB
41.9 fleyja S] fleina M, fleinar B
49,1 hyrs] hlyrs M, hlys B