Gripla - 01.01.1979, Blaðsíða 148
144
GRIPLA
3) Ef M og B eru samhljóða gegn S, þá er álitamál hvor lesháttur-
inn sé réttari, því að MB eru fulltrúar fyrir eitt handrit (Y) hliðstætt S.
4) Vert er að minnast þess að Y hefur verið stytt, og auk þess er B
mjög stytt til viðbótar við styttingamar í Y. Fyllri leshættir í S munu
því yfirleitt vera upprunalegir.
5) Ef uppskriftum S: A og J ber á milli, skal kanna hvort M(B) eru
til samanburðar og velja þann leshátt S sem fær stuðning af M(B).
Meiri hluti sögunnar er aðeins varðveittur í tveimur handritum, S
og M, og vandast þá málið við mat þeirra. Helst má taka mið af því að
M er sannanlega stytt, og verður að gera ráð fyrir að S sé yfirleitt
upprunalegra. Mestur er munurinn í upphafi sögunnar, og verður sá
hluti tekinn til sérstakrar meðferðar hér á eftir. Þess skal þegar getið
að sú rannsókn bendir eindregið til að S sé þar einnig upprunalegra,
og hafi M verið tiltakanlega mikið stytt í söguupphafinu.
GÍSLASAGA OG EYRBYGGJA
í Eyrbyggjasögu er vikið að nokkrum sömu atburðum sem í Gíslasögu,
og orðalag er svo líkt á köflum að bein rittengsl hljóta að vera milli
sagnanna. Höfundur Eyrbyggju gerir sýnilega ráð fyrir að efni þetta sé
alkunnugt, og sýnir það að Gíslasaga er eldri. í formála Vestfirðinga
sagna er gerð allnákvæm grein fyrir skyldleika sagnanna (bls. xvi-
xviii). Orðalagslíkingar eru mun meiri við lengri gerð Gíslasögu (S), en
fyrir bregður þó nánari tengslum við M. Til glöggvunar skulu hér birtir
tveir kaflar þar sem orðalag er líkast í Gíslasögu og Eyrbyggju.
Gíslasaga S
(Membr. Reg. Dep. 78-9)
Ok þegar Eyjólfr þykkisk
til fœrr, ferr hann heiman
við inn tólfta mann ok
suðr yfir Breiðafjgrð til
fundar við Bork ok segir
honum tíðendi þessi ok
allan atburð þessa máls, ok
þykkisk hafa illt af fengit.
Borkr verðr glaðr við
þessa spgu ok biðr nú
Þórdísi at henni takisk
Gíslasaga M
(ísl. fornr. VI, 116-17)
Nú ferr Eyjólfr heiman
við inn tólfta mann
suðr til fundar við
Bork inn digra ok sagði
honum þessi tíðendi ok
allan atburð. Ok varð
Borkr kátr við þetta
ok biðr Þórdísi taka
vel honum Eyjólfi, —
‘ok mun þú ást þá ina
Eyrbyggjasaga
(ísl. fornr. IV, 23-24)
Þat var einn dag pnd-
verðan vetr at Helgafelli
at þar gengu inn tólf
menn alvápnaðir. Þar
var Eyjólfr inn grái,
frændi Barkar, sonr
Þórðar gellis; hann bjó
í Otradal vestr í
Arnarfirði. En er þeir
váru at tíðendum spurðir,
þá sogðu þeir dráp