Gripla - 01.01.1979, Page 151
GERÐIR GISLASOGU
147
Gíslasaga S
Gíslasaga M
Eyrbyggjasaga
ósvífr í æskunni, ok var
hann af því Snerrir kallaðr
ok eptir þat Snorri.
kallaðr Snerrir, en því
næst var hann kallaðr
Snorri.
Snorri goði.
Mönnum hefur lengi verið ljós hinn náni skyldleiki S-texta Gísla-
sögu við Eyrbyggju, og hafa þeir skýrt hann þannig að sá er samdi
S-gerðina hafi notað Eyrbyggju.6 Segja má að þá sé heldur en ekki
seilst um hurð til loku: Fyrst er gert ráð fyrir að styttri gerð Gíslasögu
hafi haft áhrif á Eyrbyggju, en síðan Eyrbyggja á lengri gerð Gíslasögu.
En samkvæmt því sem hér á undan er fram haldið um gerðir Gíslasögu,
fellur allt í ljúfa löð. Höfundur Eyrbyggju hefur stuðst við gerð Gísla-
sögu sem staðið hefur mjög nærri frumtextanum, enda aldursmunur
sagnanna lítill, í mesta lagi nokkrir áratugir. S stendur nær þessum
forna texta heldur en M, en þó hefur M stundum varðveitt frumtexta
þar sem breytingar eru í S:
X
Eyrb. S Y
M
Samanburðurinn við Eyrbyggju styður þannig eindregið þá niður-
stöðu sem hér er leidd fram.
INNGANGURSÖGUNNAR
Munurinn á gerðum Gíslasögu er miklu mestur í upphafi sögunnar, í
inngangskaflanum þar sem sögusviðið er Noregur. Fræðimenn hafa
verið á einu máli um að styttri gerðin sé hér sem annars staðar í sög-
unni upprunalegri en hin lengri (sbr. bls. 131-132 hér að framan). Sú
niðurstaða virðist einkum fengin með því að einblína á það leiðsögu-
hnoða að í öndverðu hafi sagan verið því nær fullkomin að mati nú-
tíðarmanna, og allar breytingar síðan hafi orðið til að spilla henni.
Ekki er unnt að sjá að neinn hafi tekið upphafskaflann til rækilegrar
hleypidómalausrar athugunar. Slík rannsókn er að sjálfsögðu allmiklum
vandkvæðum bundin og hæpið að óyggjandi niðurstaða fáist, þar sem
einungis er um tvær textagerðir að ræða og hefðbundnar aðferðir texta-
fræðinnar duga heldur skammt. Eina ráðið virðist að bera stíl, efnis-
6 Sjá Björn K. Þórólfsson, Vestfirðinga sögur, xlvii.