Gripla - 01.01.1979, Page 153
GERÐIR GÍSLASÖGU 149
Loks skulu hér tíunduð ummæli Gísla þá er þeir Þorkell bróðir hans
skildust hinsta sinni:
Ok er Gísli er á skip kominn stendr Þorkell á landi. Þá mælti
Gísli: ‘Nú þykkisk þú gllum fótum í etu standa ok vera vinr
margra hpfðingja ok uggir nú ekki at þér, en ek em sekr ok hefi
ek mikinn fjándskap margra manna. En þat kann ek þér at segja
at þú munt þó fyrr drepinn en ek. Ok munu vit nú skilja ok verr
en vera skyldi ok sjásk aldri síðan, en vita skaltu þat at eigi mynda
ek svá við þik gera.’ (ísl. fornr. VI, 78.)
Lítum nú á ein ummæli af þessu tagi sem inngangur S-gerðar hefur
umfram M. Hinn eldri Gísli fékk léð sverðið Grásíðu hjá Kol þræl til
hólmgöngunnar við Bjöm hinn blakka og þótti honum mikið fyrir að
ljá. Þegar þrællinn heimti sverð sitt vildi Gísli kaupa það, en Kolur
vildi ekki selja. Býður Gísli honum mörg góð boð fyrir sverðið en hann
vill ekkert annað en hafa sverð sitt. Því neitar Gísli og veita þeir síðan
hvor öðrum banasár:
Þá mælti Kolr: ‘Nú hefði farit betr at ek hefða tekit við sverði
mínu í fyrstu sem ek beidda, ok mun þó endir einn leystr vera um
þá ógiptu er yðr frændum mun þar af standa. (Membr. Reg. Dep.,
bls. 7.)
Ummæli Kols eru ekki í frásögn M-gerðarinnar af þessum atburði og
lesandinn verður ekki var við Grásíðubrot á ný fyrr en úr þeim er
smíðað spjótið sem Vésteinn er síðan veginn með.
Um þetta atriði segir Björn K. Þórólfsson í formála fyrir útgáfu
sinni á Gíslasögu:
Það er eitt af einkennum Gísla sögu, að hún lætur lesandann
skyggnast í innra mann þeirra, sem hún segir frá, og skynja á þann
hátt margt, sem aðrar sögur mundu meir sýna á ytra borðinu. En
í Y vantar skilning á þessu. Söguritarinn lætur ættarbölvun þá, er
fylgdi Grásíðu, læsa sig í sálarlíf Gísla Súrssonar, án þess að hún
sé beinlínis lögð á með orðum. En í Y er þessu breytt. Þrællinn
formælir frændum banamanns síns feigum munni. (ísl. fornr. VI,
xlvi.)
Og enn segir hann:
L