Gripla - 01.01.1979, Page 155
GERÐIR GÍSLASÖGU 151
Þorkell var ofláti mikill ok vann ekki fyrir búi þeira, en Gísli vann
nótt með degi. (ísl. fomr. VI, 29-30.)
í S gætir þessarar frásagnarfyrirhyggju nokkru meira en í M. T. a. m.
segir svo þá er Þórður huglausi er nefndur til sögu í S:
Þræll sá var með Gísla er hét Þórðr inn huglausi. Hann var mikill
maðr vexti, nær því sem Gísli. (Membr. Reg. Dep., bls. 28.)
Vaxtar Þórðar er í M ekki getið fyrr en eftir að Gísli hefur egnt fyrir
eftirleitarmennina með því að gefa Þórði kápuna bláu og láta hann
íklæðast henni. í S er einnig hnykkt á miklum vexti þrælsins á þeim
stað.
Þegar systir Þorgríms nefs er nefnd til sögu í S segir svo:
Upp í dalinn langt bjó sá maðr er Þorkell hét ok kallaðr annmarki.
Hann var kvángaðr ok hét Þórhalla kona hans, hon var systir
Þorgríms nefs. Þorkell annmarki fylgði at nafni sínu en Þórhalla
bœtti þó hvergi um fyrir honum. (Membr. Reg. Dep., bls. 15.)
Síðar í sögunni er hún nefnd Auðbjörg, svo sem hún er kölluð í M.
Þess ber þó að geta að í M eru þau hjón ekki nefnd til sögu fyrr en
eftir víg Þorgríms Freysgoða, og þegar þar er komið sögu í S er hún
samsaga M um nafn kerlingar.
Ekki virðist auðvelt að skera úr um það hvort þessi klausa í S er
seinni tíma viðbót eða hefur staðið í sögunni frá öndverðu. Hliðstæðu
við lýsingu þessa er að finna síðar í sögunni þar sem lýst er þeim
hjónum Ref og Álfdísi á Haugi. Sagt er um þau, eins og Þorkel ann-
marka og hans konu, að þau séu gallagripir bæði tvö og klykkt út með
því að geta þess að með þeim sé jafnræði. Gíslasaga er sem kunnugt
er mjög byggð upp af hliðstæðum,7 og því er það fremur stuðningur við
fyrrnefnda klausu í S að hliðstæða hennar skuli finnast. Þeim Ref og
Álfdísi er svo lýst:
Nú leitar hann ráðs ok ferr ofan til sjávarins ok kemsk þar inn
með flœðarbokkum til Haugs í myrkrinu ok hittir bónda einn er
Refr hét ok var allra manna slœgastr . . . Refr átti sér konu er
Álfdís hét, væn at yfirliti, en fárskona sem mest í skapi ok var inn
mesti kvenskratti; með þeim Ref var jafnræði. (ísl. fornr. VI, 86.)
7 Sbr. t. a. m. Magnus Olsen, Om Gísla saga’s opbygning, Arkiv för nordisk
filologi 1930, bls. 150-160.