Gripla - 01.01.1979, Side 156
152
GRIPLA
Tvívegis í sögunni bjargar Gísli lífi sínu með því að leika annan
mann; fyrst þrælinn Þórð huglausa og síðar Helga Ingjaldsfífl. Þegar
Þórður er nefndur til sögu í S segir, eins og fyrr er getið, að hann sé
mikill vexti, nær því sem Gísli. Og báðum gerðum ber saman um
mikinn vöxt Ingjaldsfíflsins: . . hann var mikill vexti, nær sem troll.’
Lýsing á vexti þessara aukapersóna þjónar engum öðrum tilgangi í sög-
unni en að undirbúa það að hægt sé að villast á Þórði og Gísla og síðan
að Gísli geti leikið fíflið. í þessu sambandi er einkar athyglivert að
þess er hvergi getið í M að Gísli sé mikill vexti. Þegar þau systkin eru
nefnd til sögu í M er tekið svo til orða:
Dóttir þeira er nefnd Þórdís ok var hon ellst barna þeira. Þorkell
hét sonr þeira inn ellsti, annarr Gísli, Ari inn yngsti, ok vaxa allir
upp heima þar. Fundusk eigi fremri menn þar í nánd, þeira jafn-
aldrar. . . . Þat tQluðu sumir menn at Bárðr fífldi Þórdísi Þor-
bjarnardóttur; hon var bæði væn ok vitr. (ísl. fornr. VI, 6-7.)
Öllu betri skil eru þeim systkinum gerð í upphafi sögu þeirra í S:
Þau Þorbjprn ok ísgerðr áttu bprn þau er nefna verðr. Þorkell hét
son þeira inn ellsti, annarr Gísli, Ari hét inn þriði, ok fór hann
þegar austr til Freyseyjar til fóstrs, ok er hann lítt við sogu þessa.
Þórdís hét dóttir þeira. Þorkell var maðr mikill ok fríðr sýnum,
ramr at afli ok skrautmenni it mesta. Gísli var maðr svartr ok sem
þeir menn er stórir váru vexti, ógerla vissu menn afl hans. Hann
var hagr maðr ok iðjumaðr mikill, hógværr í skapi. Þórdís systir
þeira var fríð kona sýnum, skprungr mikill ok helldr harðfeng í
skapi ok vargr inn mesti. (Membr. Reg. Dep., bls. 7-8.)
Enn virðist S fara fremur eftir þeim venjum sem söguhöfundur hefur.
Þau systkin, sem eru burðarásar sögunnar, eru hér kynnt til sögu, ekki
bara nefnd til hennar. Allar helstu lyndiseinkunnir þeirra koma fram
og lesandinn fær glögga mynd af þeim. í styttri gerð sögunnar er alls
ekki lýst útliti eða skaphöfn bræðranna en sagt um Þórdísi að hún hafi
verið bæði væn og vitur. En hvergi í sögunni sýnir Þórdís svo mikla
vitsmuni að hún eigi skilið þessa einkunn í upphafi. Hins vegar er lýsing
hennar í lengri gerðinni í fullu samræmi við allar athafnir hennar síðar
í sögunni. Og í S er skýrt tekið fram að Gísli hafi verið mikill vexti,
eins og báðar gerðir segja síðar um Þórð huglausa og Helga Ingjalds-
fífl.