Gripla - 01.01.1979, Page 157
GERÐIR GÍSLASÖGU 153
Þegar Kolur þræll er nefndur til sögu í S dylst engum að þar er á
ferð nokkuð veigamikil persóna:
Dóttir hans hét Ingibjorg, hon var kvenna vænst. Hennar bað Ari
Þorkelsson ok var hon honum gipt. Hann tók fjárhlut mikinn með
henni. Henni fylgði sá maðr heiman er Kolr hét, hann var mikill
at kyni. Hann hafði hertekinn verit ok var kallaðr þræll. Hann fór
með Ingibjprgu í Súrnadal. (Membr. Reg. Dep., bls. 4.)
í þessari kynningu kemur fram að Kolur sé mikill að kyni, og því er
ekki undarlegt að hann reynist síðar eiga kjörgrip mikinn.
M drepur hins vegar einungis stuttlega á Kol um leið og getið er
kvonfangs Ara: ‘Kolr hét þræll, er í brott fór með henni.’ Það eitt að
Kolur er nefndur til sögu gefur að vísu til kynna að honum muni ætlað
nokkurt hlutverk síðar, en miðað við meðhöndlun söguhöfundar á
öðrum ófrjálsum persónum sögunnar kemur það nokkuð spánskt fyrir
sjónir að þræll skuli eiga gersemi í sverði og reiða þar á ofan vopn að
drottni sínum. Öll frásögn S af Kol er hins vegar rökrétt og fellur vel
að söguheildinni; allt frá því hann er kynntur til sögu þar til hann
deyjandi spáir kyni fjandmanns síns illspám.
VEÐURLÝSINGAR
Veður skiptir miklu máli á ýmsum örlagastundum Gíslasögu, og skulu
nú rakin nokkur dæmi þess. Nóttina sem Vésteinn var drepinn
kemr bylr á húsit svá mikill at af tekr þekjuna alla pðrum megin af
húsinu. Þat fylgði þessu at vatn fell ór himni svá mikit at þat var
með ódœmum, ok tóku húsin at drjúpa sem líkligt var er þakit
tók at rofna. (ísl. fornr. VI, 43.)
Afleiðing þessa veðurs varð sú að Gísli og aðrir heimamenn fóru út að
duga heyjum. Þá gafst gott færi á Vésteini.
Nákvæm lýsing er á veðri nóttina sem Gísli vegur Þorgrím. í S-
gerðinni er meiri áhersla lögð á úrkomuna, sem vissulega var aðal-
atriðið:
S M
(Membr. Reg. Dep., 34) (ísl. fornr. VI, 52)
Um kveldit var á útsynningsveðr Ok þykknar veðrit, gerir þá
ok snæfall mikit, ok er náttar logndrífu um kveldit ok hylr
fellr í logn ok drífr í stígu alla. stígu alla.