Gripla - 01.01.1979, Síða 160
156
GRIPLA
Noregi, er saminn upp og hugsað um að hrúga saman sem mestu
efni. Tekin er upp í hana frásögn Snorra um komu Hákonar Aðal-
steinsfóstra í Noreg,8 og í stíl fornaldarsagna er langur frumsaminn
kafli um víkingaferðir þeirra bræðra, Gísla og Þorkels, sem eiga
sér ekki neinn stað í E. Farið er með söguna fram til daga Haralds
hárfagra, eflaust í því skyni að skreyta hana. Skerauki hefur þótt
óveglegt kenningarnafn, og í stað þess er sett nafnið gullhjálmur,
sem minnir á nöfn aðalsætta síðari alda. (ísl. fornr. VI, xlv.)
Fátt er hér að finna af eiginlegum röksemdum. Allur málflutningur
byggist á þeirri bjargföstu trú höfundar að Gíslasaga hafi í öndverðu
verið heilsteypt listaverk og gallalaust.
Lítum fyrst á þá staðhæfingu að farið sé ‘með söguna fram til daga
Haralds hárfagra, eflaust í því skyni að skreyta hana.’ — Hákon Aðal-
steinsfóstri var að tali íslenskra annála konungur í Noregi 933-960,9
Þorbjöm súr kemur út á ofanverðum hans dögum, samkvæmt annálum
árið 952.10 Þá eru börn Þorbjamar uppkomin, og þarf ekki mikla reikn-
ingskunnáttu til að sjá að Þorkell afi þeirra hefur verið uppi á dögum
Haralds hárfagra. Ekki er hægt að fordæma S fyrir að fara rétt með
sagnfræðilegar staðreyndir og telst því þessi röksemd hrakin.
Þá er að víkja að kafla um komu Hákonar Aðalsteinsfóstra í Noreg,
kafla um víkingaferðir þeirra bræðra, Gísla og Þorkels, og kafla í upp-
hafi sögunnar um ýmsa landnámsmenn á íslandi.
Lok kaflans um víkingaferðir þeirra Súrssona em enn varðveitt í
sögunni, en meginhluti hans hefur verið á þeim blöðum sem týnd voru
úr skinnbókinni þegar hún var skrifuð upp. Sjá má á því sem varðveist
hefur að frásögn þessi hefur verið mjög í anda fornaldarsagna. En
benda má á frásögn M af hinsta bardaga Gísla. Hún er mjög í forn-
aldarsagnastíl: einstökum höggum og lögum er nákvæmlega lýst og
ekkert skortir á hrikaleik þeirra lýsinga. í S er öll frásögnin af falli
Gísla til muna hófsamari en í M og nær ‘góðum sagnastíl’. Því virðist
ljóst að sé hægt að telja kafla í stíl fornaldarsagna S-gerðinni til for-
áttu er á sama hátt hægt að benda á slíkan kafla í M og telja síðan
8 Frásögn Gíslasögu er mun fyllri en texti Hákonar sögu góða í Heimskringlu
og orðalagslíkingar tæpast svo miklar að þær sanni rittengsl, enda kynnu þá báðar
sögur að styðjast við sameiginlega heimild.
8 fsl. fornr. XXVI, xcii.
10 ísl. fornr. VI, xlii.