Gripla - 01.01.1979, Blaðsíða 162
158
GRIPLA
félagar primsignask því at þat var í þann tíma mikill siðvani þeira
manna er í kaupfprum váru, . . . (Membr. Reg. Dep., bls. 20.)
Nú gengr Borkr í bú á Sæbóli ok gengr at eiga Þórdísi bróðurkonu
sína, skyldi þá hverr taka þann arf sem annan eptir frændr sína.
(Membr. Reg. Dep., bls. 38.)
í M einni er þessi klausa:
Þat var þá margra manna siðr at fagna vetri í þann tíma ok hafa
þá veizlur ok vetrnáttablót, . . . (ísl. fornr. VI, 36.)
Allmargar slíkar klausur eru sameiginlegar S og M, t. a. m. þegar
Þorgrímur segir við hauglagningu Vésteins að það sé siður að binda
mönnum helskó (ísl. fornr. VI, 45, Membr. Reg. Dep., 29.); og eftir
víg Vésteins er þess getið að það hafi þá mælt verið að sá væri skyldur
að hefna hins vegna er vopni kippti úr sári (ísl. fornr. VI, 44, Membr.
Reg. Dep., 28).
A þó nokkrum stöðum í sögunni ræða ofsækjendur Gísla þá skömm
að fá eigi unnið hann; ellegar þá að höfundur segir sem svo að ófarir
þeirra fyrir Gísla hafi orðið þeim til svívirðu. Sem dæmi um klausur af
þessu tagi sem aðeins eru í M má nefna:
‘. . . ok er þat skpmm jafnmprgum monnum ef hann skal nú kom-
ask ór hqmdum oss . . .’ (ísl. fornr. VI, 85.)
Flyzk þetta nú yfir heraðit ok þykkir mpnnum eigi ór steini hefja
hverjum óforum þeir fara fyrir Gísla. (ísl. fornr. VI, 88.)
En einungis í S eru t. a. m. þessar klausur:
‘Þykki mér báðum okkr þetta vera skpmm at fá eigi drepit Gísla,
slíkir garpar ok hofðingjar sem vit þykkjumsk vera.’ (Membr. Reg.
Dep., bls. 49.)
‘. . . ok hpfum vér áðr œrna skpmm fengit, en þetta er svá langt
um fram því at þetta mun engi dugandi maðr hafa gpra látit . . .’
(Membr. Reg. Dep., bls. 68-69.)
Ok eptir þetta ferr Eyjólfr heim með sneypu mikla ok svívirðing.
(Membr. Reg. Dep., bls. 69.)
Auðvelt væri að tína til fleiri dæmi um málalengingar eðlislíkar þess-
um og óþarfar skýringar sem stundum er að finna í báðum gerðum
sögunnar en stundum einungis í annarri, en þessar fáu klausur verða
þó látnar duga. Þótt þær séu ekki fleiri er næsta ljóst að þær eru svo