Gripla - 01.01.1979, Page 164
160
GRIPLA
Þó að gimilegt sé að skýra þennan mismun þannig að tengslin milli
S og M séu munnleg, og hann sé raunar torskýrður á annan hátt,17 þá
skera orðalagslíkingar ótvírætt úr um að milli gerðanna em rittengsl.
Auk þess eru öll helstu efnisatriði S einnig í M og í sömu röð. Verða
nú rakin dæmi um orðalagslíkingar þar sem báðar gerðir segja frá sömu
atburðum, og er S textinn tekinn eftir Membr. Reg. Dep. en M-textinn
eftir Gíslasögu í ísl. fornr. VI, blaðsíðutöl í svigum.
S
Þat er upphaf á spgu þessi
at Haraldr inn hárfagri réð
fyrir Nóregi. (3)
Ari hét inn ellsti, annarr
Gísli, þriði Þorbjprn, ... (4)
Isi er maðr nefndr (4)
ok var hon honum gipt (4)
Nú þykkisk Bjorn hafa vegit til
landa (ok laussa aura) ok
kvánfangs (5)
ok bað konu þeirar er ísgerðr
hét ok fekk hennar (7)
Þorkell hét son þeira inn
ellsti, annarr Gísli, Ari
hét inn þriði (7)
En þeir þykkjask Þorbjorn
hafa inni brennt ok sonu
hans ok allt lið þeira (14)
Þeir Gísli snúa þá á leið
fyrir þá (15)
M
Þat er upphaf á sogu þessi
at Hákon konungr Aðalsteins-
fóstri réð fyrir Nóregi. (3)
hét einn Ari, annarr Gísli,
þriði Þorbjpm, ... (3)
Maðr er nefndr ísi (3)
ok var hon honum gefin (4)
Þykkisk BjQrn hafa vegit til
landa ok konu (4-5)
Hann biðr konu þeirar, er
Þóra hét ok var Rauðs dóttir ór
Friðarey, ok fekk hennar (6)
Þorkell hét sonr þeira inn
ellsti, annarr Gísli, Ari
inn yngsti (6-7)
En þeir þykkjask oll þau inni
hafa brennt (13)
Þeir Gísli snúa til móts við
þá (13)
17 Nokkur mismunur er á nöfnum eftir að innganginum sleppir, en sá munur er
þó aldrei meiri en svo að hugsanlega getur verið um mislestur að ræða: Móðir
Gests Oddleifssonar heitir Þórunn í S en Þorgerður í M (ekki nefnd með nafni í
B); gestgjafi Vésteins og Gísla í Vébjörgum heitir Sigrhaddr í S en Sigraddi í M;
Luka frændkona Vésteins og Þórhallur bóndi á Þingeyri vara Véstein við í S þegar
hann fer í veturnáttaveislu til Gísla og Auðar. í M heita þau Lúta og Þorvaldur
gneisti. — Að lyktum má nefna eyjar þær á Breiðafirði sem nefndar eru Stykkis-
eyjar í S og B en Skutileyjar í M. Sbr. bls. 134 hér að framan.