Gripla - 01.01.1979, Page 182
178
GRIPLA
vilji manns lýtur í lægra haldi fyrir ástríðum hans. Minnir þetta atvik
á alkunna hugmynd í miðaldaritum, sem runnin er frá grískum speking-
um og er einnig mikilvægt atriði í kenningum Ágústínusar kirkjuföður,
að ást og tilfýsi manna orkar á þá eins og aðdráttarafl jarðar, sem allir
verða að lúta og enginn ræður við: menn geta dregizt ósjálfrátt að þeim
hlutum, sem þeir unna og gimast. Nú er það eftirtektarvert, að í lengri
gerð sögunnar (S) nefnir Vésteinn þau systur sína og mág, svo að les-
anda hættir við að gleyma þriðju persónunni í Haukadal, sem Vésteinn
á vingott við: Ásgerði, konu Þorkels. En hér eins og raunar víðar er
list styttri gerðar (M) öðruvísi farið: Vésteinn lýsir yfir löngun sinni án
þess að nefna neina sérstaka persónu, og er því ekki að ófyrirsynju, að
menn vilji þá telja Ásgerði með.
Skilningur minn á orðum Vésteins fær stuðning af tveim vísuorðum í
Málsháttakvæði:
Allar girnast ár í sjá.
Ekki er manni verra en þrá.
En náttúrumyndin og sú hugsun, sem virðist liggja að baki henni, á
sér aðrar hliðstæður í fornum ritum. ‘Ós er flestra ferða för,’ segir í
Rúnakvæði. í Stjórn segir svo: ‘Öll eigum vér einn veg fyrir hendi, að
vér skulum deyja, og dregur þá jörðin sitt til sín, svo að hvers manns
líkami skriðnar til sinnar náttúru í jörðina sem vötn þau er eigi kunnu
aftur að hverfa.’3 Einnig má benda á eftirfarandi grein í þýðingum
helgum: ‘Hvað merkir á nema fljótandi rás mannkyns þess er svo
rennur frá uppruna sínum til dauða svo sem á til sævar?’4
Eins og í sögunni, er hér dregið dæmi af fallanda vatni; munurinn er
einkum fólginn í því, að helgiritin víkja að almennri og algerri stað-
reynd um takmarkað æviskeið manna, en höfundur Gísla sögu beitir
myndinni hins vegar í því skyni að skýra harmsöguleg örlög einstak-
lings. Þeir Vésteinn og Austmennimir, félagar hans, era komnir að
vatnaskilum. Feigur tekur hann sömu stefnu og fallvötnin að ósum í
Dýrafjörð, og verða þá leiðir hans og kumpána hans að skiljast, enda
er þeim auðið að hverfa aftur. Vésteinn á sér ekki afturhvarf.
í síðara skiptið, þegar hermd eru orð Vésteins, hefur hann fengið
3 Stjórn (útgáfa Ungers), 523. bls. Tilvitnunin er úr Samúelsbók síðari, 14.14.
4 Leifar fornra kristinna frœða íslenzkra, útg. Þorvaldur Bjarnarson, 1878,
19. bls.