Gripla - 01.01.1979, Qupperneq 183
ORÐ VÉSTEINS
179
spjótslag í brjóstið, og eru þau dánarorð hans. Styttri gerðin eignar
honum ein tvö atkvæði á banabeði: ‘Hneit þar.’ En í lengri gerðinni eru
þau fjögur: ‘Við hneit þarna.’ Yfirleitt munu lesendur sögunnar telja
fyrri ummælin öllu fegurri en hin síðari, þótt af því verði engan veginn
dregin sú ályktun, að sá texti sé upphaflegur. Um þetta farast Bimi K.
Þórólfssyni orð á þessa lund, er hann fjallar um stíl lengri gerðar:
‘Orðavali er oft breytt til hins lakara, svo sem þegar andlátsorð Vé-
steins eru aflöguð.’ En málið er þó engan veginn svo einfalt. í fyrsta
lagi er vafasamt að telja styttri gerðina upphaflegri en hina lengri, þar
sem þeim ber á milli og handritsbrotið 445 er ekki til samanburðar.5
Og í öðru lagi eru mér ekki kunn nein dæmi þess í fornu íslenzku máli,
að sögnin ‘að hníta’ sé notuð annars staðar án þess að smáorðið ‘við’
fylgi með, að undanskildu kvæði eftir Halldór ókristna, þar sem kemur
fyrir orðasambandið ‘að hníta saman’. Nú er það eftirtektarvert, að
orðasambandið ‘að hníta við’ er á nokkmm stöðum notað um hjartasár
manna, og á slíkt vel við söguna af Vésteini. Hér má draga nokkur
dæmi saman:
Hneit mér við hjarta
hjör Angantýs. (Hervarar saga)
Hjör hneit við hjarta. (Örvar-Odds saga)
Egg hneit við fjör. (Þorkell hamarsskáld)
Slíðra þorn hneit við hjarta. (Kormákur)
Engis sax hneit við fóta stalli. (Kormákur)
Auk þessara dæma, sem tekin eru úr bundnu máli, er rétt að drepa á
lýsingar í fomsögum af konum, sem þreifa á mönnum fyrir bardaga í
því skyni að verða fróðari um sáraför þeirra í væntanlegri viðureign, en
í slíkum samböndum má heita, að orðtakið að hníta við sé fast og hefð-
bundið. ‘En er hún þreifaði um síðuna, þá mælti hún: þar hneit viðna.’
(Skáldasaga, Hb. 450. bls., sbr. Fornmanna sögur III, 73.) ‘Fóstra
Helgu var því vön að þreifa um menn áður til vígs færi. Hún gerir svo
við Ögmund áður hann fór heiman. Hún kvað hvergi stómm mundi
við hníta.’ (Kormáks saga, íslenzk fomrit VIII, 204.) ‘Hvergi þykir mér
við hníta.’ (Heiðarvíga saga, íslenzk fornrit III, 281.)
Orðasambandið að hníta við virðist hafa verið svo algengt í fornum
5 Um handrit Gísla sögu, sjá grein Jónasar Kristjánssonar og Guðna Kolbeins-
sonar, ‘Gerðir Gíslasögu’, á öðrum stað í riti þessu.