Gripla - 01.01.1979, Síða 185
HERMANN PÁLSSON
DULARGERVI í HALLFREÐAR SÖGU
Einn af þeim þáttum Hallfreðar sögu sem valdið hafa töluverðum
heilabrotum er frásögnin af Upplandaför skáldsins, sem Ólafur kon-
ungur sendir þangað í því skyni að drepa eða blinda Þorleif hinn spaka.
Umræður hafa einkum lotið að tveim atriðum: sannfræði frásagnar og
bókmenntalegum fyrirmyndum. Fyrir allmörgum árum ritaði hollenzki
fræðimaðurinn William van Eeden ítarlega grein um þetta efni og
komst að þeirri niðurstöðu að lýsingin á ferð Hallfreðar til Upplanda
væri skáldskapur einhvers sagnamanns.1 Um ritgerð van Eedens farast
Einari Ólafi Sveinssyni orð á þessa lund í formála sínum að útgáfu
Hallfreðar sögu: ‘Ekki sýnast rök hans duga til að sanna þetta, en þó
er ekki því að leyna, að mein er, að Hallfreður skuli ekki geta Þorleifs
né sendiferðarinnar í vísum sínum. Þar við bætist, að sendiferðin á sér
hliðstæður í kristniboðsþáttum konungasagna, einkanlega þar sem er
þáttur Þorvalds tasalda, sem sendur er til Bárðar á Upplöndum. En þó
að svo væri, að með þessum sögum væri skyldleiki, jafnvel rittengsl, þá
get ég ekki komið í fljótu bragði auga á örugg merki þess, hvort ritið
sé eldra. Hitt virðist mér augljóst, að allir þessir helgisagnakenndu
kaflar sögunnar eru sér í flokki, og er vert að minnast þess, að enginn
þeirra styðst við vísur.’2 Síðar hefur Bjami Einarsson tekið málið til
rækilegrar athugunar í þrem ritum, sem komu út á tímabilinu 1961 til
1977. í Skáldasögum ræðir hann m. a. um skyldleika Hállfreðar sögu
við Þorvalds þátt tasálda og tekur þá upp þráðinn frá Einari Ólafi:
‘Auðvelt væri að nefna ýmislegt annað auk athyglisverðra orðalíkinga
(einkum með Ó-gerð) sem tekur af allan efa um rittengsl, og varla
verður um það deilt að þátturinn er svo unglegur að hann tilheyrir
miklu fremur lokum 13du aldar en upphafi, ef hann er þá ekki enn
1 William van Eeden, ‘Een episode uit de Hallfreðarsaga’ í Tijdschrift voor
Nederlandsche Taal- en Letterkunde. Deel xxxix, Afl. 3 en 4 (1920).
2 íslenzk fornrit viii, lxvi. bls. (1939).