Gripla - 01.01.1979, Blaðsíða 186
182
GRIPLA
yngri. Ætti því að vera víst að höfundur Hallfreðar sögu hefur ekki
lært neitt af þætti Þorvalds tasalda, heldur hefur höfundur þáttarins
einhvern tíma lesið vel Hallfreðar sögu. Hins vegar má benda á tvær
frásagnir sem líklegt virðist að höfundur Hallfreðar sögu hafi sótt til
ýmsar hugmyndir þegar hann samdi frásögn sína af Upplandaför Hall-
freðar. . .. Önnur þessara frásagna, og sú sem Hallfreðar sögu höfundur
hefur haft miklu meira gagn af, er í Orkneyinga sögu. . . . Hin frásögnin
. . . er í Morkinskinnu þar sem segir frá sendiferðum Sigurðar konungs
Haraldssonar til Gregoriusar bónda Dagssonar.’3 Bjarni gerir ítarlegan
samanburð á Upplandaförinni í Hallfreðar sögu og lýsingu Orkneyinga
sögu á dulbúningi Guðifreys höfðingja, og sýnir orðalagslíkingar með
textunum. Næst tekur Bjarni málið til meðferðar í riti sem birtist árið
1976, og endurtekur þá hugmyndir um skyldleika Hallfreðar sögu við
Morkinskinnu og Orkneyinga sögu, og minnir á kenningar manna um
sannfræðiskort frásagnarinnar: ‘Ingen forsker har vistnok taget denne
fortælling helt alvorligt som historieskrivning.’4 Og nú síðast í fyrra
hefur Bjarni gefið Hallfreðar sögu út vísindalega, þar sem hann ritar
ítarlegan formála um skyldleika handrita sögunnar og kannar þau
meistaralega í því skyni að komast að raun um frumgerð hennar. Þegar
Bjarni kemur að frásögninni af Upplandaferð Hallfreðar, gerir hann
svofellda athugasemd: ‘Annars er þess að geta um þetta atvik Hall-
freðar sögu að samanburður við líklega fyrirmynd söguhöfundar sýnir
hér sem oftar að Ó-texti stendur mun nær fyrirmyndinni, svo að víða
er svipur með orðalagi, og er lítill efi á að M-texti er styttur.’5 Sú fyrir-
mynd sem hér vakir fyrir Bjama mun vera þátturinn af Guðifrey í
Orkneyinga sögu, en í spjalli því sem hér fer á eftir mun ég fjalla um
aðra fyrirmynd, og eiga þó orð Bjarna hér engan veginn síður við, að
Ó-textinn stendur henni miklu nær eins og víðar.
Lýsingin á dulargervi Hallfreðar hljóðar á þessa lund í Möðruvalla-
bók: ‘Hallfreðr tok þa stafkarls gerui. hann let leggia lit i augu ser ok
sneri vm a ser huormunum ok gerði mikla br(e)ytni a yfir litum sinum.
langan bagga hafði hann a baki ok var þar i suerð hans konungs nautr.’
Hér er auðsæilega um styttingu á konungasagnagerðum að ræða, eins
3 Bjarni Einarsson, Skáldasögur (1961), 198.-200. bls.
4 Bjarni Einarsson, To Skjaldesagaer (1976), 152. bls.
5 Hallfreðar saga. Bjarni Einarsson bjó til prentunar. Reykjavík 1977, cxxii. bls.