Gripla - 01.01.1979, Side 187
DULARGERVI f HALLFREÐAR SÖGU
183
og Bjarni hefur rökstutt, en fyrirmyndin að dulargervinu er raunar sótt
í Stjórn. Líkindin eru auðsæ, þegar lýsingarnar eru settar hlið við hlið:
Hallfreðr tok ser stafkarls
gervi. en sneri vm hvormvnum.
ok let riða leiri ok kolum i
andlit ser. hann gerði ser mikit
skegg og let þat lima við haukv
ser ok kialka. var hann þa með
ollv vkenniligr ok gamaligr.
Siþan lagði hann aa bak ser
tautra bagga lang vaxinn ok var
þar i sverðit konungs navtr. . . .
hafði karl þrongð mikla. ok
hrœkði miok i skeggit. . . .
Hallfreðar saga AM 61 fol.
(Texti Flateyjarbókar svipaður.)
Dauid . . . tekr nv þat rað at hann
bræytir sem mest ma hann sinni
asiono oc torkennir sik. sva at hann
kastar molldo i avgv ser oc andlit
enn þenr vpp hvarmana oc glikir sik
gomlom karli. hann hostar miog oc
hrœkir i skegg ser. hyrr hann
hurðir oc hvetvitna þat er fyrir
honum verðr oc lætr nær sem vitstoli.
Stjórn (útg. Ungers), 474-5.
Lýsingin á dulargervi Davíðs er í Samúelsbók hinni fyrri (21.13), og
gerist atburðurinn á útlegðarárum hans, þegar hann er í ónáð hjá Sál
konungi og engan veginn óhultur um líf sitt. Þótt einsætt virðist að
álykta, að höfundur Hallfreðar sögu hafi orðið fyrir beinum áhrifum
frá Stjórn, þá eru hér ýmis vandkvæði á sem ekki verður unnt að ráða
úr að sinni. í fyrsta lagi er lýsingin í Stjórn mun nákvæmari og ítarlegri
en í Vúlgötu: ‘Et immutavit os suum coram eis; et collebabatur inter
manus eorum, et impingebat in ostia portæ, defluebantque salivæ ejus
in barbam.’6 Þyrfti því að athuga hvort frávik Stjómar eigi sér hlið-
stæður í öðrum latneskum gerðum af Samúelsbókum. í öðm lagi er brýn
nauðsyn að endurskoða ríkjandi hugmyndir um aldur og sköpun Hall-
freðar sögu. Finnur Jónsson taldi hana vera skráða um 1200, en Bjöm
M. Ólsen allnokkru síðar: ‘Það er auðsjeð, að íslensk sagnaritun er ekki
framar í barndómi, þegar hún er rituð. Hún er ekki nærri eins fomleg
og t. d. Heiðarvíga saga. Hins vegar ber ekki á, að sagan hafi orðið firir
neinum áhrifum af riddarasögum (hér er Bjarni Einarsson annarrar
skoðunar), og bendir það á, að hún sje að minsta kosti ekki ingri en
1250, og eftir öllum blæ sögunnar að dæma þikir mjer líklegt, að hún
sje rituð á firsta fjórðungi 13. aldar, og þá hjer um bil samtíða Egils
6 Biblia Sacra . . . Paris 1956,