Gripla - 01.01.1979, Síða 188
184
GRIPLA
sögu og Eyrbyggju.’ Guðbrandur Vigfússon hallaðist helzt að því að
Hallfreðar saga væri skráð um 1220, og svipaðrar skoðunar er Einar
Ólafur Sveinsson: ‘Ef ætla mætti á, að höfundurinn hefði þekkt Fóst-
bræðra sögu og Ólafs sögu helga eftir Styrmi, mundi hún ekki vera
mikið eldri en 1220, en gæti verið ögn yngri.’ Sigurður Nordal kveður
hins vegar svo að orði: ‘Aldur sögunnar virðist mega ákvarða nokkum-
veginn með samanburði við aðrar heimildir, þar sem hún er yngri en
bækur Gunnlaugs munks, en Snorri virðist hafa haft hana fyrir sér,
þegar hann ritaði Heimskringlu. Því má telja Hallfreðar sögu ritaða á
áratugnum 1215-25.’ Bjarni Einarsson er sammála Nordal að því leyti,
að Snorri hafi stuðzt við Hallfreðar sögu í Heimskringlu og einnig, að
Hallfreðar saga sé eldri en Kormáks saga.7 En nú er aðferðum manna
við aldursákvarðanir sagna ábótavant á ýmsa lund, enda virðist enginn
hafa áttað sig á sambandi Hallfreðar sögu og Stjórnar, þótt ekki þurfi
að efast um áhrif hetjusagna Gyðinga á íslendingasögur. Aldur ein-
stakra sagna verður ekki ákveðinn með neinni ömggri vissu nema tekin
séu mið af ritstörfum íslendinga að fornu, frumsömdum og þýddum, í
heild.
Um dulargervi Hallfreðar ber þess enn að geta, að tvö atriði í lýsing-
unni eiga sér ekki hliðstæður í tilfærðum kafla Stjórnar. Annað er staf-
karls gervið, en slíks er oft getið í fornsögunum, þegar menn dulbúa sig,
og nægir í þessu sambandi að minna á Þorstein drómund í Grettlu, sem
ber með sér áhrif frá Tristrams sögu og ísondar (Tristram var ‘allur svo
torkynnilegur að enginn maður kenndi hann. Andlit hans var allt steint
gulum lit, og hann var í herfilegum vaðmálskyrtli og fornan slagning
yfir sér’), Guðifrey í Orkneyinga sögu, eins og Bjarni Einarsson hefur
rakið, Helga Hálfdanarson í Hrólfs sögu kraka, Þorstein og Bela í Þor-
steins sögu Víkingssonar, og Friðþjóf frækna, sem þó er raunar lýst sem
saltkarli. í Þorleifs þætti dulbýr skáldið sig ekki einungis í stafkarls
gervi, heldur bindur hann sér geitar.v/cegg, og minnir það á gervi Hall-
freðar. Sú áherzla sem lögð er á sverðið í Hallfreðar sögu, kemur
lesanda nokkuð á óvart, þar sem Hallfreður notar sverðið ekki í viður-
7 Sjá Björn M. Ólsen, Um ísiendingasögur, 241. bls.; útgáfu Guðbrands Vigfús-
sonar (inngang) á Hallfreðar sögu; ritgerð Sigurðar Nordals um sagnaritunina í
Nordisk Kuitur (1953), en vitnað er til þýðingar Arna Björnssonar, Um íslenzkar
fornsögur (1968), 119. bls.; formála Einars Ólafs Sveinssonar í íslenzkum fornrit-
um viii, lxxiii. bls.; Bjarni Einarsson, To Skjaldesagaer, 126. bls.