Gripla - 01.01.1979, Side 218
SVERRIR TÓMASSON
HRYGGJARSTYKKI
Nafnið á bók Eiríks Oddssonar kemur aðeins fyrir í Heimskringlu.
Þar segir svo:1
Hallr, sonr Þorgeirs læknis Steinssonar, var hirðmaðr Inga kon-
ungs ok var við staddr þessi tíðendi. Hann sagði Eiríki Oddssyni
fyrir, en hann reit þessa frásggn. Eiríkr reit bók þá, er kolluð er
Hryggjarstykki. í þeiri bók er sagt frá Haraldi gilla ok tveimr
sonum hans ok frá Magnúsi blinda ok frá Sigurði slembi, allt til
dauða þeira. Eiríkr var vitr maðr ok var í þenna tíma longum í
Nóregi. Suma frásggn reit hann eptir fyrirsogn Hákonar maga,
lends manns þeira Haraldssona. Hákon ok synir hans váru í pllum
þessum deilum ok ráðagprðum. Enn nefnir Eiríkr fleiri menn, er
honum sogðu frá þessum tíðendum, vitrir ok sannreyndir, ok váru
nær, svá at þeir heyrðu eða sá atburðina, en sumt reit hann eptir
sjálfs sín heym eða sýn.
Ekki er vitað, hvort Eiríkur hafi sjálfur gefið verkinu þetta nafn eða
hvort það er síðar til komið.
Að fornu finnst orðið hryggjarstykki einnig sem fuglsheiti í þulum
Snorra-Eddu,2 en óvíst er hve gamlar þær eru. Sveinbjörn Egilsson telur
í Lexicon poeticum að ekki sé vitað við hvaða fugl sé átt.3 Guðbrandur
Vigfússon segir hins vegar að þetta sé nafn á andartegund.4 í formála
1 íslenzk fornrit XXVIII,318-319. Leshátturinn Hrygðarstykki, sem kemur
fyrir í Hrokkinskinnu, er marklaus, þar sem bókin heitir Hryggjarstykki í Huldu,
sbr. AM 66 fol. 122v.l4, EIM VIII (Copenhagen 1968); sbr. Fornmanna sögur
(Kaupmannahöfn 1832) VIII,226.
2 ‘hramn hóns himbrin hryggiarstyKÍ’, sbr. AM 748 4to fragm. I,25r.4, CCl
XVII (Copenhagen 1945). Sbr. Edda Snorra Sturlusonar II (Hafniæ 1852),488.
3 Lexicon poeticurn (Hafniæ 1860): ‘avis nescio quæ, . . . in avium nomen-
clatura.’
4 Cleasby, Vigfússon, Icelandic-English Dictionary (Oxford 1874): ‘a kind of
duck (from a spot on the back), the sheldrake (?).’