Gripla - 01.01.1979, Síða 219
HRYGGJARSTYKKI
215
3. b. Heimskringlu telur Bjarni Aðalbjarnarson að fuglsheitið hryggjar-
stykki tákni líklega svartbak.5 6 Sigurður Nordal birtir þessa tilgátu í
bókmenntasögu sinni: ‘Hryggjarstykki kendes som fuglenavn (svart-
bag?).’ Og hann bætir við:8 ‘En nærmere forklaring deraf er det 0rkes-
l0st at s0ge, men man kan jævnf0re bognavne som Grýla og Hungrvaka
fra sagaskrivningens barndom.’ Vera kann að eitthvert samband sé á
milli þessara tveggja ágiskana um hvers kyns fuglinn sé. Aftur á móti
eru tvö dæmi úr seðlasafni Orðabókar Háskólans um orðið í mæltu
máli.7 Bæði eru komin frá Bimi J. Blöndal, rithöfundi í Laugarholti í
Borgarfirði. Hann hefur það eftir gamalli konu úr Dýrafirði, að hún
hafi aldrei kallað svartbak annað, en í bréfi til Orðabókarinnar dagsettu
18.1. 1971 segir hann orðrétt: ‘Loksins fann ég mann, sem vissi, að
hryggjarstykki er veiðibjalla. Var það Sigurður Nordal.’
Fyrstur til þess að reyna að skýra nafnið á bók Eiríks Oddssonar var
Árni Magnússon. Hann hefur séð að í nafninu fólst einhvers konar
líking, en útskýring hans er bundin túlkun hans á því, hvernig konunga-
sögur urðu til.8 Ari fróði hafði að hyggju Árna ritað sögu Noregs kon-
unga fram til 1130, en Theodricus monachus átti að hafa haft það rit
fyrir sér, ‘og med þvi þad þraut med dauda Sigurdar Jorsalafara, þá
vard hann og ad hætta þar’. Árni hefur hugsað sér að Hryggjarstykki
hafi náð til lífláts Sigurðar slembis og fjallað um sögu Noregs ‘ab anno
1130 ad 1139 inclusive.’ Síðan segir Árni orðrétt:9
Þad sem framar var ad seigia um sonu Harallz gilla, r'iki þeirra þá
þeir uxu upp og liflát. Jtem upphaf rikis Magnuss konungs Erlings-
sonar, hefur öefad skrifad Snorre Sturluson, so sem til ad con-
tinuera opera Ara og Eiriks, vard so opus Eiriks midt i bokinne, og
5 íslenzk fornrit XXVIII, lxvii.
6 Sagalitteraturen (Nordisk kultur VIII:B, K0benhavn 1953),197.
7 Onnur dæmi Orðabókar Háskólans eru úr ritmáli: ‘Annars eru þættir Krist-
leifs hryggjarstykki bókarinnar, og mun mörgum matur í þykja’, segir í ritdómi
eftir Stefán Einarsson í Iðunni 1937,262. bls. Hitt dæmið hljóðar svo: ‘Tímatal er
hryggjarstykki allrar sögu’. Fyrsta dæmið um að veiðibjalla hafi verið nefnd svo,
er hjá Bjarna Sæmundssyni, Fuglarnir (Reykjavík 1936), 439. Hann nefnir enga
heimild, en getur þess að nafnið sé fornt. Þessa ábendingu þakka ég Jóni Samson-
arsyni.
8 AM 364 4to 11,311; prentað af Jóni Sigurðssynj í JLtjdu Snorra Sturlusonqr
(Hafniæ 1880) 111,227 og 2. nmgr,
9 Tilvitnað rit, 227,