Gripla - 01.01.1979, Side 220
216
GRIPLA
þvi ad rettu kallad Hryggiarstycke. Styl Ara og Eiriks mun Snorri
umbreytt hafa per totum volumen, haft sinn eigen styl, enn teked
materiuna ur operibus Ara og Eiriks. So ad öll bokin mun ad visu
vera opus Snorra.
Hann dregur síðan fram aðra skýringu í athugagrein, þar sem hann
hnykkir á myndvísi nafnsins:
Eiriks Oddzsonar opus hiet Hryggiarstycke fyrrenn Snorre
bætte sinu aptan vid. So á þá hryggiar stycke hier ad skiliast fyrer
ultimam partem historiæ Norvegiæ. nempe adur enn Snorra con-
tinuatio kom til. Og er so allusio nominis teken af sitiande manne,
hvar höfuded er hid efsta og hryggurenn hid nedsta.
í báðum þessum útskýringum reynir Árni að sýna fram á, á hvem hátt
líkingin í nafninu skírskotar til líkamshlutans.
Þessar útskýringar Árna hafa ekki almennt hlotið hljómgmnn meðal
fræðimanna; Konrad Maurer minnist að vísu á þær en eignar þær Þor-
móði Torfasyni.10 Möbius tekur upp skýringu Jóns Sigurðssonar, en
hann hefur örlítið vikið við skoðunum Áma.11 Þeirrar skýringartilgátu
er svo aftur getið í bókmenntasögu J. de Vries, en ekki er vísað til heim-
ildar.12 Aðrir fræðimenn, þar á meðal Finnur Jónsson og Finn Hpdne-
b0 hafa talið nafnið vera óútskýrt.13 Bjarni Aðalbjarnarson vísar til
skýringar Jóns Jóhannessonar, en hann hafði hugsað sér að það væri
10 Konrad Maurer, Ueber die Ausdriicke (Miinchen 1867),60-61. Af orðum
Þormóðar er ekki unnt að sjá, að hann hafi haft fram að færa einhverja skýringu
á nafninu. Þessi tilvísun hjá Maurer til Þormóðar hlýtur því að eiga við skýringu
Arna Magnússonar. Sbr. Torfæus, Historía rerum Norvegicarum I (Hafniæ 1711),
Prolegomena fol. B 2.
11 Sbr. Theodorus Möbius, Catalogus librorum lslandicorum et Norvegicorum
œtatis mediœ (Lipsiæ 1856),113-114:
De hoc nomine Jón Sigurdsson vir illustr. mihi adnotavit: ‘Hryggjarstykki:
dorsum = historia medii ævi s: medii cycli, oppos. historiis de Olavo Tryggv.
et Olavo sancto, quasi primis, et ex altera parte historiis Sverreris et Haconis,
quasi ultimis in cyclo historico de regib. Norveg.’
12 Altnordische Literaturgeschichte II (Berlin 1967),234,2. nmgr.
13 Finnur Jónsson, Den oldnorske og oldislandske litteraturs historie II (K0ben-
havn 1923), 372: ‘hvad dette navn egenlig vil sige, er usikkert.’ Finnur telur þó
ekki ósennilega tilgátu Jóns Sigurðssonar sem tekin er upp hjá Möbiusi og síðar
hjá Maurer, sbr. 10. og 11. nmgr. Sbr. einnig KLNM VII,25-26. Hins vegar er
skýring Anne Holtsmark tekin upp í Norrtþn ordbok (Oslo 1975), útg. af Leiv
Heggstad, Finn H0dneb0 og Erik Simensen.