Gripla - 01.01.1979, Side 221
HRYGGJARSTYKKI
217
dregið af orðum 12. kapitula Haraldssona sögu, þar sem lýst er drápi
Sigurðar slembis:14 ‘En síðan tóku þeir ok skutu stokki á hrygginn, svá
at sundr gekk.’
Síðast freistaði Anne Holtsmark þess að útskýra nafnið.15 I stuttu
máli sagt voru skýringar hennar á þá lund, að hún taldi að norræna
orðið stykki hefði verið notað um það, sem franskir nefndu piece og
komið var úr miðaldalatínu, pecia (petia, petea). Hún benti á, að þekkt
væru samböndin, pecia pedis, carnis, fusti og síðast en ekki síst pecia
pergameni, sem notað hefði verið um skinnarkir, einkum þær, sem
bókhöndlarar við háskólann í París léðu út til uppskrifta gegn gjaldi.
Anne Holtsmark segir orðrétt:18
Den franske medievalist J. Destrez har gitt en inngáende analyse
av ordet slik det brukes i middelalderlige manuskripter, i en av-
handling: « La pecia dans les manuscrits universitaires du XIIIme
et XIVme siécles » (Paris 1935). Han gjpr i innledningen rede for
hvordan dette ordet kom til á bli brukt i handelen med manu-
skripter. Det var fra fprst av et ord fra garveryrket om « une peaux
de mouton préparée en vue d’écriture», sá ble det anvendt om det
stykke en kan fá ut av et skinn nár de ubrukelige kantene er skáret
bort. Den videre behandling er á brette skinnet sammen én gang,
det blir folio-format; om man bretter det en gang til, fár vi kvarto.
Et slikt sammenbrettet stykke heter fremdeles i skriverterminolo-
gien et pecia, stykke.
Hún taldi ugglaust að norrænir skrifarar hefðu notað orðið stykki sem
terminus technicus eins og franskir starfsbræður þeirra á 13. og 14. öld
brúkuðu orðið piece. Síðari liður nafnsins Hryggjarstykki væri því:17
en oversettelse av lat. pecia, som i norrpnt mál er belagt som lánord
i lærde kretser fra 14. árhundre i formen petea, DN II 91: akk.
peteam af silki. Det blir da et navn som tar hensyn til hándskriftets
utseende, ikke til innholdet. Fprste ledd i sammensetningen hryggi-
arstykki, gen. av hryggr, ‘rygg’, má være noe som karakteriserer det
stykki Eiríkr skrev pá.
14 íslenzk fornrit XXVIII, lxvii.
15 Anne Holtsmark, Hryggiarstykki, (Norsk) Historisk tidskrift 45(1966),60-64.
16 Tilv. ritg., 61.
17 Tilv. ritg., 62.