Gripla - 01.01.1979, Blaðsíða 222
218
GRIPLA
Anne Holtsmark þótti enn fremur líklegt að Snorri Sturluson og aðrir
‘compilatores’ hefðu einmitt stuðst við slík stykki, þegar þeir settu
saman rit sín. Henni reyndist líka létt að skýra fyrri lið nafnsins. Hún
greip til orðabókar Fritzners og fann þar þessar merkingar skráðar:18
3) baksiden av et brev, DN I 593: skrifaði ek Þetta á hrygg brefsins,
og 4) foldkanten av et etter lengden brukket og sammenlagt stykke
tpy, motsatt jare.
Hún valdi síðasttöldu merkinguna og ályktaði:19
Innholdet av Eiríkr Oddssons stykki er iallfall ikke stprre enn at
det kunne rommes pá fire sider in fol., det kunne være 8 spalter.
Da har skinnet bare vært brettet i to, og har naturlig kunnet hete
Hryggjarstykki i 13. árhundre, hvor man var vant med at bpker
bestod av mer enn ett blad.
Og heitið hryggjarstykki í þulum Snorra Eddu túlkaði hún:20
som et sammenligningsnavn, det er en viss likhet mellom et sam-
menbrettet pergamentblad «in folio» og en fugl med utspilte vinger.
Svo skemmtileg og skarpleg sem þessi skýring er, þá stenst hún naum-
ast nánari próf. Um íslenska eða norska atvinnuskrifara, sem störfuðu
við bókhöndlun, líka þeirri sem í París var á 13. og 14. öld, eru engar
heimildir. Og þó að orðið stykki sé til í málinu og geti á 14. öld merkt
hið sama og pecia, ff. piece, þá er merkingin hlutur af einhverju eldri
og algengari. Norrænn terminus technicus sem svarar til franska orðs-
ins er að jafnaði kver. Elsta dæmi þess í orðabókum er úr Sverris
sögu, AM 327 4to:21 ‘Hér kom fram draumr minn . . . at ek átti mér
bók ok var laus gll ok mikil svá at hon tók mikit af landinu ok var
stolit ór einu kverinu.’
Annar hængur er á skýringu Anne Holtsmark. Hún gerði ráð fyrir
því að bókin Hryggjarstykki hefði verið mjög lítil, nánast blakandi
tvíblöðungur, og hefði ritið dregið nafn sitt af útlitinu. Nú er naumast
nokkur leið til að ákvarða stærð þessa rits. í orðinu stykki er að vísu
18 S. r., s. st.
19 S. r., s. st.
20 Tilv. ritg., 63.
21 Sverris saga, ved Gustav Indreb0 (Kristiania 1920),175; stafsetning samræmd
hér.