Gripla - 01.01.1979, Side 223
HRYGGJARSTYKKI 219
fólgin smækkun. Slíkrar smækkunar gætir í bókarheitum miðaldamanna
og má nefna þar til dæmis Libellus lslandorum.
Orð Snorra sem hér að framan var vitnað til eru það óljós að þau
hafa verið túlkuð á tvo vegu. í fyrsta lagi að ritið hafi fjallað um tíma-
bilið 1130-1139, og í öðru lagi að það hafi náð til dauða Inga Haralds-
sonar 1161. Þeir fræðimenn sem eru fylgjandi þeirri skoðun að ritið
hafi aðeins náð fram til 1139, benda á að ekki sé vísað til heimilda eftir
það. En hinir sem halda því fram að ritið hafi náð til 1161 telja að
Eiríkur Oddsson hafi vel getað verið einn til frásagnar eftir það. Af
orðum Snorra verður það eitt ráðið, að bók Eiríks hefur fjallað um
Harald gilla og sonu hans, sem allir nefndust konungar, og að auki
Sigurð slembi. Ætla má þó, að a. m. k. sumir norskir þegnar hafi ekki
talið alla þessa stórhöfðingja réttborna til ríkis.
Eiríkur Oddsson semur Hryggjarstykki að fyrirsögn Hákonar maga.
Af sambandinu er ljóst að Hákon hefur verið aðalheimildarmaður hans
og má gera því skóna að hann hafi verið hvatamaður ritsins, ef ekki
ritbeiðandi. En til skýringar á nafngiftinni Hryggjarstykki er einkum
þetta tvennt mikilvægt.
Orðið hryggr er fyrst og fremst notað um beinsúlu í baki manna og
dýra. Kristnu samfélagi á miðöldum er oft líkt við líkama. í Varnar-
ræðu Sverris konungs Sigurðarsonar kemur þessi líking fyrir:22
Axlir ok herðar ok (h)ryggr þessa líkams skyldu vera jarlar ok
stórhofðingjar, þeir er bera mætti ok létta allan þunga, þann er til
handa bæri (.)
Erik Gunnes bendir á í riti sínu, Kongens œre, að þessi líking sé
ævagömul.23 Cassiodorus hefur m. a. þekkt til þvílíkrar myndar, en
einna fyllst verður hún í meðförum kardinálans Humberts; hjá honum
eru biskupar augu samfélagsins en veraldarvaldið er fólgið í brjósti og
handleggjum. Allur líkaminn táknar hjá flestum miðaldahöfundum
ecclesia, samlífi kristinna manna, en hjá John frá Salisbury er líkaman-
um ekki jafnað til ecclesia heldur res publica.
Nafngiftina Hryggjarstykki má þá skýra út frá þessari líkingu; það
tákni bók sem rituð hafi verið um hlut stórhöfðingja í þjóðfélaginu.
22 Anne Holtsmark, En tale mot biskopene (Oslo 1931), 1; stafsetning samræmd
hér.
23 Sbr. Kongens œre (Oslo 1971), 76-77,371.