Gripla - 01.01.1979, Side 226
222
GRIPLA
Að vísu mun hér fremur vera átt við, að þræðir örlaganna muni ná um
öll lönd, án þess þó að sagt sé ákveðið hver endalok hetjunnar verði.
Af SnE má ráða, að ‘goðkunnigar’ nornir eigi sér bústaði á æðri stöð-
um:5
Margir staðir eru á himni fagrir, ok er þar allt guðleg vgrn firir.
Þar stendr salr einn fagr undir askinum við brunninn, ok ór þeim
sal koma .iii. meyiar, þær er svá heita: Urðr, Verðandi, Skulld.
Því miður er óljóst af hvaða heimildabrunni Snorri hefur ausið; annars
staðar í SnE virðist Skuld einnig vera valkyrja og ráða gangi orrustu.6
Það er því síður en svo ljóst hvaða hlutverki þessar goðkynjuðu verur
hafa gegnt áður en kerfissmiðir trúarbragða á 13. öld tóku að tína
saman brotasilfur úr skáldskap og vísendum forfeðranna. En augljóst
er að alllöngu fyrir daga Snorra Sturlusonar hafa skáld haft af nomum
einhverjar spumir og kunnað að notfæra sér þær sagnir í skáldskap
sínum á eftirminnilegan hátt.
Helgakviða Hundingsbana I er af flestum fræðimönnum talið fremur
ungt kvæði, jafnvel frá 11. öld. Sá sem kviðuna setti saman hefur haft
yndi af lýsandi örnefnum: Sólfjgll, Brálundr, Himinvangr, Snœfjgll.
Skáldið hefur einnig gaman af hljómmiklum kenningum sem minna á
dróttkvæði. En í upphafserindum þessa kvæðis kemur hugmyndin um
nornirnar, hvemig þær skapa mönnum aldur, skýrast fram:7
Nótt varð í bœ
nornir kvómu,
þær er pðlingi
aldr um skópu;
þann báðu fylki
frægstan verða
ok buðlunga
beztan þikkja.
Ljóst er af þessu erindi að nornirnar eru persónugervingar; skáldið
felur þeim ákveðinn starfa:
Sneru þær af afli
prlpgþáttu,
5 SnE (útg. J.H. og A.H.), 19.
6 Sbr. sama rit, 39.
7 Helgakviða Hundingsbana I, 2.-4. v., sbr. Handskriftet, 39.