Gripla - 01.01.1979, Page 228
HELGI GUÐMUNDSSON
HREYTISPELDI
í Orms þætti Stórólfssonar segir (Flateyjarbok I 1860:532):
sidan bad jall .lx. manna sækia at Ormi vti a vidum uelli ok suo
var gert. Ormr hafde ekki uopna nema asinn ok ueifde honum vm
sig sem hreytispelldi suo at æinge þorde nærre at koma þuiat þeir
sa visann bana huerr sem firir yrde.
Sama mynd orðsins er í öðru handriti þáttarins (The Saga Manuscript
2845, 4to 1955:fol. 25v20).
Þetta orð hefur verið skýrt á ýmsa vegu:
1. Sveinbjörn Egilsson þýddi þáttinn á latínu, og hann lætur Orm
veifa ásnum turbinis instar (Scripta historica Islandorum III 1829:222).
Turbo getur verið ‘hvirfilvindur’, ‘snælda’ eða ‘skopparakringla, snar-
kringla, topar’. í fyrri útgáfu orðabókar Fritzners er orðið sagt merkja
‘Top’, (Fritzner 1867:288), en það er ‘skopparakringla’. Sú þýðing
hefur síðan komizt inn í flestar orðabækur. Annars kemur fyrir í fornu
máli skaptkringla ‘skopparakringla’, og ættu þessi orð þá að vera sömu
eða áþekkrar merkingar.
2. í orðabók Eiríks Jónssonar (Erik Jónsson 1863:248) er hreyti-
speldi sagt vera hið sama og þeytispjald. Þetta kemur einnig fram hjá
Jóni Ólafssyni úr Grunnavík (AM 433 fol.), en hann notar myndina
hreytispjald. Nú er þeytispjald ‘leikfang, þunnt spjald með götum, sem
band eða bönd eru þrædd í og látið snúast þannig að þytur heyrist’. En
í kreddusafni eftir Ólaf Davíðsson stendur (AM 968 4to:192 r): “Ef
maður veifar um sig þeytispjaldi, þá fælir maður frá sér góða anda.”
Sjá um þetta einnig íslenzkar gátur, skemtanir, vikivaka og þulur II
1888-1892:343. í þessu dæmi virðist þeytispjald hafa nokkuð aðra
merkingu en venjulegast er.
3. Björn Bjarnason (1905:25) bendir á, að þýðingin ‘skoppara-
kringla’ sé röng, og ber þetta saman við “eng. bummers: ‘a thin piece