Gripla - 01.01.1979, Síða 229
HREYTISPELDI 225
of wood swung round by a cord’.” Þessi skýring er svo löngu síðar tekin
upp af Tillhagen (1956:350).
4. Faulkes (Two Icelandic Stories [1967]: 108) hefur rætt þetta orð
nokkuð og kemst helzt að þeirri niðurstöðu, að sem hreytispeldi geti
merkt “like a small piece of wood, as if it were a mere splinter.”
Það er lítill vafi á því, að skýring Björns Bjamasonar stenzt. Þetta er
þunn, mjó fjöl, oft þetta 15-40 cm löng, sem mjókkar til beggja enda.
I annan endann er fest band, sem oftast er þrætt í gat. Þegar þessu er
sveiflað heyrist hljóð, sem er breytilegt, stundum eins og hvinur en
stundum allhátt. Hér fara dæmi um nöfn þessa áhalds á nokkrum
tungumálum, og sum þeirra gefa hugmynd um hvemig í því heyrist:
Enska bull-roarer, whizzer, bummer, thunder stick, humming board,
groaning stick, danska brummer, svingtrœ, norska hurre, svingstikke,
sænska vinare, þýzka Schwirrholz, franska planchette ronflante, skozk
gelíska srannchan, srannan, baskneska furrunfarra, fomgríska rhómbos.
Á Ástralíumálinu aranda heitir þetta tjurunga eða churinga, orð sem er
oft notað í fræðiritum. Reyndar getur verið að sum ofangreindra orða
séu búin til af þjóðfræðingum, þannig vísast bæði svingtrœ og sving-
stikke.
Fyrri lið orðsins hreytispeldi má bera saman við so. hreyta ‘kasta,
varpa, þeyta, slöngva’. Með hliðsjón af merkingu sumra erlendu heit-
anna sem dregin eru af hljóðinu mætti einnig bera hann saman við so.
hrjóta — hraut — hreyta, sbr. skjóta — skaut — skeyta, en það er þó
ósennilegt. Síðari liðurinn speldi er ‘lítil spýta, spjald’. Óljóst er um
samband orðanna hreytispeldi, hreytispjald og þeytispjald og merkinga
þeirra. En hreyta og þeyta eru svipaðrar merkingar, og t. d. gr. rhómbos
merkir bæði ‘hreytispeldi’ og ‘þeytispjald’.
Þetta áhald er talið til hljóðfæra, þótt ærið fátæklegt sé, og hefur
verið flokkað og nánar ákvarðað þannig (Notes and Queries on An-
thropology 1960:320-322): “Wind Instruments ... (2) Valve Instru-
ments . . . (d) Spinning-vdlve Series (“Bull-roarers”). Thin, elongated
wooden blades (rarely of other materials) to one end of which a
string is fastened; the other end of the string is frequently attached to
the end of a stick. The wooden blade is whirled round at the end of the
string, so as to drive it against the air and cause it to spin very rapidly,
and so to present its sharp edge and its flat surface to the air resistance
in rapid alternation. An effect is produced analogous to that produced
Gripla 15