Gripla - 01.01.1979, Side 231
SAMTÍNINGUR
ÍVIÐJUR
FÁ vísuorð í eddukvæðum munu hafa verið skýrð á fleiri vegu en Völu-
spá 2.6, sem í Konungsbók hefur verið lesið “nio iviþi”, en “niu i
uiðiur” í Hauksbók.
Ekki er ætlunin hér að gera grein fyrir mismunandi skýringum eða
koma fram með nýjar, en á það skal minnt, að Birni M. Ólsen þótti
í grein í Arkiv för nordisk filologi 30 (1914), 132-33, trúlegt að les-
háttur Konungsbókar væri þannig upp kominn að skrifara Konungs-
bókar hefði láðst að setja nr-band yfir síðasta i-itS í “iviþi”, enda hafði
verið bent á hliðstæðar ritvillur í Konungsbók.
Villur í Konungsbók eru þó ekki allar skrifaranum að kenna. Eins
og Sophus Bugge rakti dæmi um í Arkiv for nordisk filologi 2 (1885),
116-23, og Ludv. F. A. Wimmer og Finnur Jónsson í ljósprenti Kon-
ungsbókar (Hándskriftet Nr. 2365 4t0 gl. kgl. Samling (Kh. 1891),
lxviii-lxxi) hefur víða verið brugðið hnífi á handritið og skafnir út stafir
og orð; í sumum tilvikum er um leiðréttingar misritana að ræða, en um
hitt eru einneginn mörg dæmi að skefillinn hefur spillt texta sem hann
hefur ekki skilið.
Fyrir rúmum áratug, þegar Konungsbók var fáeina daga að láni í
Árnastofnun í Kaupmannahöfn, þóttist ég sjá þess merki að ur-band
hefði verið skafið út yfir aftasta staf í “iviþi”, en nr-bönd eru lík lím-
ingnum a + v eða tölunni 8 á hlið. Til þess að láta reyna á lesturinn lagði
ég pappaspjald með gati yfir blaðsíðuna, brá bókinni undir útfjólublátt
ljós og kvaddi til tvo gesti hjá stofnuninni, sem vissu ekki hvaða texti
væri þar á ferð, og bað þá að teikna á blað það sem þeir sæju í gatinu.
Teikningar tilraunafólksins urðu nokkuð ólíkar, en þegar saman var
lagt það sem bæði þóttust hafa séð kom fram mynd af wr-bandi eins og
þau eru í Konungsbók. Þegar ég nú lít á þetta á nýjaleik, þykist ég enn
sjá wr-bandið — og heldur skýrar í útfjólubláu ljósi en í dagsbirtu.
Bandið er e. t. v. ívið smærra en nr-böndin eru víðast hvar, en fullt eins