Gripla - 01.01.1979, Side 232
228
GRIPLA
mikið sýnist mér vera eftir af því og ýmsum þeirra stafa sem bent hefur
verið á að hafi verið skafnir út úr bókinni að ófyrirsynju. Þó er það
torgreint vegna þess að fyrsta blaðsíða Konungsbókar er bæði máð og
óhrein — ekki síst á þessum stað.
Skýring Björns M. Ólsen á mismunandi lesháttum Konungsbókar og
Hauksbókar er því líklega rétt, að því breyttu að það hefur ekki verið
skrifari Konungsbókar sem hefur hlaupið yfir ur-bandið í uppskrift
sinni, heldur hafa uppskrifendur og útgefendur Konungsbókar gert það
vegna þess að bandið var máð.
Rétt mun því að leggja fyrir róða þær skýringar á Völuspá 2.6, sem
eru reistar á leshættinum “iviþi”. Nóg er samt. s.k.
ÁTTATÁKNUN í MÖÐRUVALLABÓK
í ljósprenti Möðruvallabókar (Corpus Codicum Islandicorum
Medii Aevi V (Kh. 1933), 21) og Sagas of Icelandic Bishops (Early
Icelandic Manuscripts in Facsimile VII (Kh. 1967), 28-29) eru leidd
nokkur rök að norðlenskum uppruna Möðruvallabókar (AM 132 fol.).
Einar Ól. Sveinsson hefur vakið athygli mína á leshætti í Njálutexta
Möðruvallabókar, sem bendir í sömu átt.
í frásögn af eftirmálum á alþingi eftir Njálsbrennu eru þessi orð lögð
í munn Snorra goða: ‘. . . ekki munu vjer eptir ganga, hvárt sem þeir
hörfa með ánni [þ. e. Öxará] norðr eða suðr’ (Njála (Kh. 1875), 139.
kap., 117.-118. 1.) Samkvæmt lesbrigðaskrá útgáfunnar hafa nær öll
þau handrit sem notuð eru lesháttinn ‘norðr eða suðr’, sem hlýtur að
vera upphaflegur, en Gráskinna (Gks 2870 4to) hefur ‘austr eða vestr’
og Möðruvallabók ‘út eða suðr’. Orðalag Möðruvallabókar er að sjálf-
sögðu merkingarleysa í þessu sambandi, en á Norðurlandi eru ‘út’ og
‘suður’ andstæður, og orðalagið er því í samræmi við norðlenska mál-
venju (sbr. E.Ó.S., Brennu-Njáls saga (íslenzk fornrit XII, Rv. 1954),
xcvii).
Fyrir það er ekki að synja að þetta lesbrigði Möðruvallabókar hafi
komið upp í forriti hennar, sem þá hefur verið norðlenskt, en ætla mætti
að skrifari hefði leiðrétt slíkt orðalag, ef hann hefði verið úr öðrum
landshluta. S.K.