Gripla - 01.01.1979, Síða 233
SAM TÍNINGUR
229
HAMURENDAR
í staðanafnaskrám við Landnámu, íslendinga sögur, biskupa sögur,
Sturlungu og annála í íslendingasagnaútgáfu Guðna Jónssonar (íslend-
inga sögur, nafnaskrá, Rv. 1949; Annálar og nafnaskrá, Rv. 1948)
verða fyrir eftirtalin nöfn með Akra- eða Akr- að fyrra lið:
(1 a) Akrafell, Akranes, Akratunga;
(1 b) Akrey, Akreyjar, Akreyrr, Akrhöfði.
í sömu skrám eru þessi nöfn með Fagra- eða Fagr- að fyrra lið:
(2 a) Fagrabrekka, Fagradalr (víðar en á einum stað á landinu),
Fagradalsá (tvær samnefndar), Fagraskógafjall, Fagraskógur (-skógar;
tveir bæir), Fagratunga (í Noregi), Fagravík;
(2 b) Fagrey.
Ekki hefur verið hugað að því hvernig þessi nöfn eru stafsett í hand-
ritum þeirra sagna sem þau koma fyrir í, en umræddir nafnliðir eru í
samræmi við nútímamyndir nafnanna, sem þó hafa Akur- og Fagur- í
stað Akr- og Fagr-.
í fljótu bragði mætti ætla að hér væri um tvenns konar samsetningar
að ræða í hvoru tilviki (1 og 2), þ. e. a. s. að í 1 a væru eignarfallssam-
setningar og í 2 a lýsingarorðssamsetningar, en í 1 b og 2 b stofnsam-
setningar. Flokkun nafnanna vekur þó grunsemdir um að svo sé ekki
eða þurfi ekki að vera: Síðari liður allra nafnanna í 1 b og 2 b hefst á
sérhljóði eða li + sérhljóði, en þvílíkir liðir eru engir í flokkunum 1 a
og 2 a. Nöfnin í 1 b og 2 b geta því verið sams konar samsetningar og
nöfnin í 1 a og 2 a, en sérhljóðsending fyrri liða hefur þá fallið niður
við samkomu sérhljóða í samræmi við kunnar reglur.
Til samanburðar skal hugað að bæjarnafninu Hamraendar, sem
þannig er stafsett í síðarnefndu nafnaskránni hér að ofan.
Bæir með þessu nafni hafa verið nokkrir á landinu, og eru fjórir
nefndir í a. m. k. 23 heimildum sem prentaðar eru í íslenzku fornbréfa-
safni (DI) — sumir oftar en einu sinni í hverri. Elsta heimildin, ef miðað
er við ritunartíma bréfs eða bókar — eða forrits, ef um stafréttar upp-
skriftir er að ræða — er DI IV nr. 322 (1418), en þær yngstu eru frá
öndverðri 18. öld.
Samkvæmt Fornbréfasafni koma báðar orðmyndirnar, ‘Hamraendar’
og ‘Hamrendar’ fyrir allt þetta tímaskeið, en síðarnefnda myndin er
mun tíðari, enda er líklegt að hún hafi verið í samræmi við almennan