Gripla - 01.01.1979, Side 235
SAMTÍNINGUR
231
og er ekki getið í heimildum hversu góðir voru, en setstokka þessa léði
Eiríkur rauði Þorgesti hinum gamla á Breiðabólstað og náði eigi aftur
þegar hann heimti. ‘Eirekr sotti setstokkana aa Breidabolstad. En Þor-
gestr for epter honum. þeir baurduzt skamt fra gardi at Draungumm.
þar fellu tueir syner Þorgestz ok naukkurer menn adrer.’2 Frásögn af
þessu er, svo sem hún er til vor komin, upphaflega skráð í forna gerð
Landnámabókar og er þaðan komin í varðveittar heimildir: Eiríks sögu
rauða, Sturlubók Landnámu o. fl. En af manndrápum þessum leiddi,
að Eiríkur rauði og fylgdarmenn hans urðu sekir á Þórsnesþingi; þá
fór Eiríkur að leita lands, þar sem engan væri hægt að drepa. Hann
fann landið og nefndi Grænland og byggði það síðan með vinum sínum,
og er ekki annars getið en að hann hafi setið þar á friðstóli á bæ þeim
er hann nefndi í Brattahlíð í firði einum miklum sem hann sló eign
sinni á og síðar var nefndur Eiríksfjörður.
Ætla má að mannfæð hafi verið mikil á Grænlandi á fyrstu áratug-
um eftir landnám Eiríks rauða. Af þeim sökum er ljóst, að hann hefur
orðið að leggja af þá iðju sem hann hafði áður stundað hvað kapp-
samlegast á íslandi, sem var að vega menn. Engar heimildir eru skráðar
um hvað hann hafi í þess stað fundið sér til dægrastyttingar. En það
sem ritaðar heimildir þegja um má stundum ráða af fomminjum, og
skal nú víkja að efni þessarar greinar.
Árið 1953 voru menn að róta í gömlum rústum þar sem nú heitir
Narssaq við minni Eiríksfjarðar á Grænlandi. Upp úr rofinu kom spýta,
ferstrend, 42.6 sm á lengd. Á öllum hliðum spýtunnar era ristar rúnir
og dularfull tákn sem líkjast rúnum. Spýta þessi er með merkustu forn-
minjum sem hafa fundist á Grænlandi, enda hefur hún, þótt lítil sé,
orðið ýmsum fræðimönnum efni í lærðar ritsmíðar. Hér verður látið
nægja að vísa til greinar Helga Guðmundssonar, ‘Rúnaristan frá Nars-
saq’, Gripla I, Reykjavík 1975, bls. 188-94, og geta þeir sem frekari
fróðleik gimast leitað í ritum þeim mörgum og stórum fróðlegum, sem
þar er vísað til.
Á einni hlið spýtupriks þess sem hér er til umræðu eru rúnir sem
Erik Moltke hefur lesið og ritið bókstöfum á þessa leið:
X a:sa:sa:sa:is:asa:sat X bibrau:haitir:mar:su:is:sitr a:blan . . ,3
c o c
1 Landnámabók, [Finnur Jónsson], K0benhavn 1900, bls. 155.11-13.
2 Samarit, bls. 155.18-21.
3 Þetta er tekið hér eftir nefndri grein Helga Guðmundssonar, bls, 188,