Gripla - 01.01.1979, Qupperneq 237
SAMTÍNINGUR
233
torráðnari með því að fela lausn hennar í annarri gátu, sem auðsjáan-
lega hefur orðið til þess að Herjólfur hefur í bræði sinni bitið í endann
á spýtunni sem gátan var rist á, og munaði minnstu að hann æti síðasta
orðið. Ó.H.
‘ÞÁ ER ALLS GÆTT, ER YÐAR ER’
í grein minni um Hrafnkels sögu og Stjóm1 láðist mér að geta þess,
að orðtakið ‘þá er alls gætt ef þín (yðar) er’ kemur einnig fyrir í
Heimskringlu (Hákonar sögu herðibreiðs, 9. kapítula). Fyrir orrustuna
við Elfi eru fluttar merkilegar ræður, sem sýna glögglega afstöðu
leiðtoga í hvomtveggja liði. Sá merkismaður og traustur vinur Inga
konungs, Grégóríús Dagsson, hefur tölu sína með svofelldum orðum:
‘Vér hofum mikit lið ok frítt. Nú er þat mitt ráð, at þér, konungr,
verið eigi í atlpgunni, því at þá er alls gætt, er yðar er, ok eigi veit
hvar óskytja pr geigar. . . ,’2 Hér er því beitt svipuðu orðalagi og í
Stjórn og Hrafnkels sögu: þegar til átaka kemur, skiptir það mestu
máli að lífi foringjans sé borgið. h.p.
1 Sjötíu ritgerðir helgaðar Jakobi Benediktssyni (1977), ritstjórar Einar G.
Pétursson og Jónas Kristjánsson, 340-41.
2 íslenzk fornrit XXVIII (1951), útg. Bjarni Aðalbjarnarson, 355.
University of Edinburgh
VIÐBÓT VIÐ ÍGRILLINGAR
Þegar greinin ígrillingar var tekin saman láðist mér að minnast þess
að orðskviðurinn ‘margur er að orði ei er á borði’, sem Magnús prúði
eignar ‘Daða’ (Gripla II 45), kemur fram í lítið eitt yngri heimild,
Biskupaannálum Jóns Egilssonar (Safn til sögu íslands I 90-91). Þar
segir svo, að daginn sem Jón biskup Arason bannfærði Daða Guð-
mundsson að Hólum (það var 2an jan. 1549, Dipl. Isl. XI nr. 590) sat
Daði heima í Snóksdal og fékk þá svo harðan hiksta að ‘hann hugsaði
að öndina mundi slíta af sér’; þá mælti hann: ‘nú er eg þar að orði sem
eg er ekki að borði’. Saga þessi komst fyrst á prent 1825 í Árbókum
Espólíns (IV 41-2). Um þá trú að menn fái hiksta ef verið er að tala
um þá annarsstaðar má vitna í Jón Ámason, íslenzkar Þjóðsögur og
Ævintýri II, 1954, bls. 534, og V. 1958, bls. 483.
j. H.