Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1858, Page 7
F O R M A L I.
Sá bóindi mundi harðla ófróður þykja um sinn eigin hag, og lítill
búmaður, sem ekki vissi tölu hjúa sinna eða heimilisfólks, eða
kynni tölu á hversu mart hann ætli gángandi fjár. En svo má
og hver sá þykja harðla ófróður um landsins hag, sem ekki þekkir
nákvæmlega fólkstölu á landinu, eða skiptíng hennar, eða lölu
gánganda fjár, eða sérhverja grein i atvinnu landsmanna. í fám
oröum að segja, sá sem ekki þekkir ásigkomulag landsins, eða
sem vér köllum hagfræði þess, í öllum greinum sem glöggvast og
nákvæmlegast, hann getur ekki með neinni greind talað um landsins
gagn og nauðsynjar; liann veit ekkert, nema af ágizkun, hvort
landinu fer fram eða aptur; hann getur ckki dæmt um neinar
uppástúngur annara í hinum merkilegustu málum, né stúngið sjálfur
uppáneinu, nema eptir ágizkun; hann getur ekki dæmt um neinar
afleiðingar viðburðanna, sem snerta landsins hag, nema eptir ágizkun.
En þessar ágizkanir eru svo óvissar í alla staði, og óáreiðanlegar,
að menn mega lieita að vaða i villu og svíma fyrir þær, og það
því heldur, sem menn verða að beita þeim meira, það er að segja:
því almennari sem hugsan manna verður um landsins hag, og því
optar sem menn verða kallaðir til ráðaneytis um landsins almennu
málefni.
1 öllum löndum, þar setn nokkur mentan er, taka menn sér
fyrir hendur að safna skýrslum um hagfræði landanna. þar sem
enginn má eða vill hugsa um almenna landshagi, nema stjórnin
ein, þar elur hún önn fyrir að safna skýrslunum; þar sem þjóð-
leg mentan er almenn, og menn af þjóðinni eru kallaðir til að-
gjörða um allsherjar málefni, þar er ekki að eins safnað skýrslum
þessuin, heldur er varið mikilli ástundan og miklu fé til þess, að
þær verði sem fullkomnastar, sem aðgengilegastar alþýðu, og sem
kunnugastar meðal þjóðarinnar.
það var fyr á öld, meðan þjóðfrelsi var á íslandi, að menn
gáfu gaum að þessu. Gizur biskup í Skálholti lét telja alla bændur
á Islandi, þá er þíngfararkaupi áttu að gegna (urn 1100); þessi
hagfræðisskýrsla er elzt á landi voru, að því er oss er nú kunn-
uSl> og heflr hún verið auglýst, því Ari prestur hinn fróði hefir