Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1858, Page 9
V
efni það sem fyrir liendi var, og allar kríngumstæður, þá komusl
menn skjótt að raun um, að efnið varð lángt um of mikiö og marg-
breytt til þess, að það gæti sameinazt Skírni; snerist því svo, að
„Skýrslur um landsliagi á íslandi” voru gefnar út í hepti sér um
vorið 1855 (bls. 1—96 ( þessu bindi), og er það upphaf safns
þessa.
Stjórn deildarinnar sá fljótt fram á það, bæði hversu nauð-
synlegt þetta safn var, og hversu gagnlegt það gæti orðið, en
eigi síður hitt, að það yrði ofvaxið efniim félagsins eins að standa
kostnað þess, ef það ætti að verða svo efnisríkt og fjölskrúðugt
sem þörf er á; enda þótti og mega hafa tillit til þess, að menn
munu vera vanir því víðast hvar, að stjórnin sjálf annist um að
safna hagfræðislegum skýrslum og gefa þær út á prent, eu það
er ekki ætlað félögum eður einstökum mönnum. þess vegna ritaði
stjórn deildarinnar 24. Mai 1855 til forstöðumanna þeirrar stjóru-
ardeildar, sem safnar og lætur prenta hagfræðisskýrslur rikisins;
var þángað sent lieptið sem út var komið, og þess getið um leiö,
að þareð stjórnin væri vön að sjá um, að slíkar hagfræðisskýrslur
fyrir hina aðra hluta ríkisins kæmi á prcnt á danska og þýzka
túngu, á sjálfrar sljórnarinnar kostnað, þá mundi það vera sanu-
gjarnt, að hún sfyrkti félagið af þeim sjóði, sem ætlaður er árlega
til kostnaðar við útgáfu hagfræðisskýrslnanna; var stúngið uppá,
að sá sfyrkur yrði 200 rd. Um haustið eptir, 20. Novbr., fékk
félagið það svar, að fjárhagsstjórnin hefði neitað um styrk, sökurn
þess að þetta liepti, sem prentað var, hefði hvorki verið gelið út
frá hagfræðisskrifstofu stjórnarinnar, né með hehnar tilsjón.
Félagið ritaði aptur til fjárhagsstjórnarinnar 23. Novbr. 1865
á þá lcið, að því virtist enn sern fyr mjög áríðanda, ekki einúngis
fyrir ísland sjálft, heldur og fyrir stjórnina og fyrir alla þá sem
nokkuð ríður á að þekkja greinilega hag landsins, að safnað verði
sem beztum og fyllstum skýrslum, sem kostur er á, og þessar
skýrslur prentaðar á íslenzku. þessvegna vænti félagið, að
stjóruiu mundi bera umhyggju fyrir, að þær hagfræðisskýrslur,
sem Íslendíngum riði einkum á að þekkja, og snerti ísland
sérílagi, yrði gefnar út á íslenzku, svo jiær yrði alþýðu á
lslandi kunnugar, og þarmeð Íslendíngum til fróðleiks og nyt-
semdar, eins og stjórnin ber sjálf umhyggju fyrir, að þær lands-
hagsskýrslur, sem snerta hin þýzku lönd i konúngsveldiuu, verði
prentaðar á þýzka túngu. Fyrir þessa sök var það ósk og uppá-
stúuga félagsius, að stjóruin vildi sjá svo fyrir, annaðhvorl að
gefnar yrði út á íslenzku undir sjálfrar henuar umsjón lauds-