Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1858, Page 10
VI.
hagsskýrslur þær er ísland snerla, eða að félagið fengi styrk, svo
sem 300 rd. árlega, til að koma slíkum skýrslum á prent.
Fjárhagsstjórnin tók vel uppástúngu þessari, og spurði for-
stöðumann í hagfræðisdeildinni, hvort hann vildi taka að sér að
safna íslenzkum landshagsskýrslum og gefa út, en haun sagði, aö
þess væri enginn kostur, þareð hann hefði engan í skrifstofu sinni,
sem fyrir þessu gæti staðið; réði haun því til, að veita félaginu
styrk til þcss. En þareð kostnaður þessi þótti snerta íslaud sérí-
lagi, skaut fjárhagsstjórnin málinu frá sér til lögsljórnarráðgjafans,
sem fengið hafði þá nýlega aðalstjórn hinna íslenzku mála.
Um vorið 1856 gaf félagið út annað hepti af ((skýrsluin
um landshagi” (I. B. bls. 97—308), og sendi það lögstjórnarráð-
gjafanum; minntist félagið þá um leið á yms atriði í hagfræði íslands,
sem þ.yrfti rannsóknar við og engin skýrsla væri til um, eða slíkar
sem umbótar þyrfti, svo sem um skatta og gjöld, um ásigkomulag
sveilasjóðanna o. fl. þá um leið ítrekaði félagið enn á ný, að
það mundi geta gjört skýrslurnar bæði yfirgripsmeiri og í mörgu
merkilegri, ef það fengi styrk þann sem það heföi æskt að fá. þá
var gjörð uppástúnga um haustið af stjórnarinnar heudi í áætlun
þeirri um fjárhag íslands, sem borin var upp á rlkisþínginu, og
var stúngið upp á dOO rd., en þingið mælti þar ekkert í móti.
í fyrra vor gaf félagið enn út þriðja hepti af Skýrslum
þessum (I. B., bls. 309—501), og sendi stjórniuni eins og fyr;
var þá lögsljórnarráðgjafinn fús á, að slínga upp á 400 rd. styrk
handa félaginu næsla ár, og hefir því einnig orðið framgengt.
JNú kemur út hið fjórða hepti af skýrslunum (I. B. bls.
503 o. s. frv.) og er þarmeð fullt hið fyrsta bindi; en svo er
mikið cfni fyrir hendi í safn þetta, að félagið hefir ritgjörðir nú
þegar tilbúnar að öllu, sem ekki varð tími til að prenta, og nálega
má svo að orði kveða, að efnið verði þvl meira og margbreyttara,
sem meira verður prentað, því þá koma jafnan frarn nýjar greinir,
og ný atriði, sem menn æskja sér að fá skýrslur um. Vér höfum
því þá von, að safn þelta geti ekki einúngis við haldizt, heldur
og einnig orðið löudum vorum æ þai'fara og geðfeldara, eptir því
sem það eykst og fullkomnast með tímanum.
Kaupmannahöfn í Mai 1858.
Jón Sigurðssoii,
p. I. forseti í Khafnar-deildinni.