Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1858, Page 93
1849.
YERZLAN' Á ÍSLANDI.
81
Á hvern mann koma
árið árið árið
1816. 1840. 1849-
Af kornvöru o,« 0-64 0,63
— brennivíni 1,04 5,05 4,35
— kafTcbaunum . . . 0,18 1,54 4,96
— sjkri — 0,17 1,81 4,61
— lóbaki . . . . — 1,41 1*46 1;35
þá er ennþá ein vaia, sem ekki heflr aukizt alllítið, en það
er salt. Á tímabilinu frá 1743 til 1816 er munur þessi ekki
mikill, en frá 1816 lil 1849 liefir liann vaxið töluvert; liið fyrr-
nefnda ár fluttust nefnilega að eins 2470 tunnur, en árið 1849 voru
það 17069 tunnur; en þelta kemur einkura af því, að á seinni
tímanum liafa menn á íslandi verkað miklu meira af saltfiski en áður.
Sömuleiðis hefiraðflutníngurájárni, steinkolum og tjöru,
farið vaxandi; sama er að segja um hamp, en ekki færi, því árið
1806 flultust 12471 færi, en árið 1849 ekki nema 10587. Aðflutn-
fngur á trjávið hefir einnig farið í vöxt.
Skoði menn nú á hinn bóginn vörur þær, sem fluttar hafa
verið úr landinu, og taki lil dæmis þessa öld, þá hafa þær
næstum því allar farið vaxandi, að frátaldri tóvöru. þannig
fluttust frá landinu árið 1806 af söltuöum og hörðum fiski
4345 skippund, en árið 1849 voru það 19644 skippund; aflýsi
var flutt út árið 1806: 2495 tunnur, en árið 1849: 3259; af tólg
fluttist 1806: 191664 pund, en 646874 pund árið 1849; af u 11
var út flult árið 1816: 260304 pund, en árið 1849 voru það 1397148
pund. Að svo miklu meira liafi verið flutl út af ull, en áður, á
sðr nokkurn stað í því, að minna hefir á seinni árunum verið flutt
út af tóvöru; þannig voru árið 1806 flutt út 181676 pör sokka,
en árið 1849 ekki nema 59534 pör (þó er ekki hér lalið 31611
pör háleista, sem fluttir voru út á þessu ári); árið 1806 voru
fluttir 283076 pör sjóvetlínga, en árið 1849 að eins 78962
pör; þarámót hefir útflutuíngur á peisum lieldur farið vaxandi,
því árið 1806 eru þær taldar út fluttar 6282, en árið 1849: 8405.
11