Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1858, Page 111
UM STÆHD ÍSLANDS.
99
landiö var stytlra, það er að segja tdk yfir færri Iengdarstig, en
menn höfðu áður ætlað; en þeim varð það á, að stytta það um of.
Uppdráttur þeirra yíir norðurhöfin er gefinn úl í Frakklandi 1776.
Eggers tekur mælingar þeirra fram yíir allar eldri, og liefur liaun
mælt stærð landsins eptir uppdrætti þeirra, og er það eptir hans
mælingu 1405 ferhyrndar jarðmálsmílur. Hann hefur gjört grein
fyrir aðferð þeirri, er hann liefur haft við mælinguna, og er hún
nokkuð margbrotin, sem við er að búast, vegna þess að uppdrált-
urinn er gjörður eptir þeim reglum, sem almennt eru við haföar
á uppdrátlum þeim, sem ætlaðir eru farmönnum til notkunar.
þess konar uppdrættir eru kallaðir “ reducerede Kaart”, og
er sá tilgangur hafður með þeim, að bein stefna í hverja átt sem
er á jörðunni skuli jafnan vera bein lína á uppdræltinum, en því
verður ekki við komið nema á þess konar uppdráttuin. Áður
höfðu menn ætlað tlandið miklu stærra, og sumir hafa jafnvel
reiknað það langt yfir 2000 ferhyrndar mílur. þella munar nú
svo miklu, að annaðhvort eða að öllum líkinduin hvorttveggja
lilýtur að vera töluvert rangt. það er eðlilegt, að landið yrði
stærra, en það í raun rjettri er, hjá jieim, sem hjeldu svo mjög
til lengdarinnar, eptir að breiddin var nokkurn veginn rjett ákvörðuð.
Á uppdrættinum í ferðabók Eggei ls Ólafssonar, sem áður er minnzt
á, er bilið milli Hornbjargs og Langaness gjört hjerumbil um 27a°
stærra, en það hefur reynzl eptir seinustu mælingum, og þar eð
allur meginhluti landsins liggur milli þessara staða, mun óhætt
mega ætlast á, að flatamál landsins stækki við það um 680 fer-
hyrndar mílur. þar á móti liafa frakknesku ferðamennirnir sett
þetta sama bil 1° 20' styttra, en það á að vera, og þannig minnkað
landið um hjerumbil 360 ferli. mílur. Stærðarmunurinn eptir
báðum þessum uppdráltum getur því hæglega verið yfir 1000
ferhyrndar mílur.
Mæling sú, er lijer birlist lesendum vorum, er gjörð eptir
nppdrætti íslands á fjórum blöðum, sem hið íslenzka Bókmennta-
Qelag hefur látið gjöra með tilstyrk sljórnarinnar, og út kom í
Eaupmannahöfn 1844. Á þessum uppdrætti er lögun Iandsins og
Imattstaöa lagaðar eptir slrandamælingum þeim, er gjörðar voru