Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1858, Page 114
102
UM STÆRD ÍSLANDS.
m°: n° = rcosb: rcotb.
þenna hlutfallajöfnuð má gjöra einfaldari, með því að deila fyrst
aptara hlutfallinu með r, og síðan margfalda það með tgb, og
verður þá að gæta þess, að cosbtgb = sinb, og tg b cot b = 1,
og gildir það jafnan, hvort sem b er stórt eða lítið horn; við
þetta verður hlutfallajöfnuðurinn svo:
in° : n° == sin b : 1,
og er þá
m° = n° sin b.
Stæröin sin b er ætíð eiginlegt brot, og þess vegua hornið m
minna en hornið n; þó verður að laka undan b = 0°, því þá er
sin b = 0, og b = 90°, því þá er sinb=l, og má ráða af því,
að landið verður ekki dregið upp eptir þessum reglum, ef það
gengur yfir miöbaug eða heimskautið. þegar búið er að ákveða
stærð miðdepilsbornsins m, er vandinn á enda, kjálkar þess snerta
landið að austan og vestan, allir jafnfarabaugar landsins eru
liringkaflar um sama miðdepil, og er millibil þeirra frá einni
gráðu til annarar jafnt 15 jarðmálsmílum eptir mælikvarða upp-
dráttarins. Hádegisbaugarnir eru beinar línur, er allar mætast í
miðdepli jafnfarabauganna. Allar beinar stefnur á jörðunni eru
boguar línur á þess konar uppdráttum, nema slefnan frá suðri til
norðurs, sem einnig er bein lína á uppdrættinum; mest er bogin
stefnan frá austri til vesturs, eptir jafnfarabaugunum, en af því
geislinn er stór, gætir þó bugðunnar ekki svo mjög. A uppdrætt-
inum yflr ísland er geisli jafufarabaugsins, sem gengur yfir mitt
landið, hjerumbil 20 fet, og liggur því miödepillinn langt fyrir
utan sjálfan uppdráttinn; geisli þeirra jafnfarabauga, er liggja
norðar, er styttri, og þeirra, er liggja sunnar, lengri, og vegurinn
milli hverra tveggja er 5 mílur, jiví þeir eru dregnir viö hverja
tuttugustu mínúlu.
Ef að laudið nær að eins yfir fáar gráður frá norðri til suðurs,
eins og ísland (•iöugar 3°), þá eru þessir uppdrættir mjög ná-
kvæmir, því sökum þess að jarðgeislinn er svo stór, er bugðan á
jarðarfletinum svo lílil, að það má álíla, aö strýtan snerti jörðina
á nokkru svæði fyrir sunnan og norðan jiann jafufarabaug, er