Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1858, Page 119
UM STÆRD ÍSLANDS.
107
Afrjettirnir eru nokkru minni en byggöin, en hlutfallið má
nokkurn veginn sýna með lágum tölum þannig, að ef öllu landinu
er skipt í Öjafna parta, þá eru 2 byggð, 2 afrjettir og 1 úbyggðir,
þá er samt byggðin og óbyggðirnar nokkru rninni, og afrjettirnir
nokkru stærri en eptir töflunni.
Hjerumbil tveir þriðjungar af öllum óbyggðum á íslandi eru
jöklar; þeir eru alls 268 ferhyrndar mílur, og er Vatnajökull þeirra
lang-stærstur, bann er ásamt með Skeiðarárjökli, Öræfajökli og
Breiðamerkurjökli bjerumbil 160 ferh. m. þar næst er að stærð
Langijökull með Eiríksjökli o. fl. 28 ferli. m.; Arnarfellsjökull er
25 ferh. m.; Mýrdalsjökull, Goðalandsjökull, Eyjafjallajökull og
Torfajökull eru til samans 20 ferli. m. Allir aörir jöklar eru
litlir, nema jöklarnir á útnorður-kjálka landsius, Drangajökull 15
og Gláma 8 ferhyrndar mílur. Ilraun eru engin stór í óbyggð-
unurn nema Ódáðahraun, sem er yfir 60 ferli. m. Auk jökl-
anna og Ódáðahrauns er lalið meðal óbyggðanna töluvert svæði
efst á Sprengisandi, Stórisandur, sandarnir í Skaptafellssýslu og
víðar.
það má sjá á töflunni, að byggðin er þjeltust í þeim sýslum,
þar sem veiðistöðurnar eru beztar, svo sem í Gullbringusýslu og
Snæfellsness-sýslu, og er það eðlilegt, því þar bafa svo margir
atvinnu sína af sjáfarafla eingöngu. Hvergi er landið eins slrjál-
byggt eins og í þingeyjarsýslunum og Múlasýslunum, enda eru
þar hin stærslu heimalönd; þetta á sjer og að miklu leyti stað í
öllu norður- og austur-umdæminu, og er það löluvert frábrugðið
hinum tveimur, eins og sjá má á töflunni, því að í þessu umdæmi koma
að eins hjerumbil 54 menn á hverja ferhyrnda mílu, en í hinum 102,
þegar Reykjavík og Vestmannaeyjar eru taldar frá. það cr kallað
strjálbyggt land, er fólkstalan á hverri ferhyrndri jarðmálsmílu
ekki nær 1000, og eru flest lönd í Norðurálfu þjettbyggðari en
syo. Noregur er slrjálbyggðasta land í Norðurálfu, en er þó þeim
toun þjettbyggðaii en ísland, að fólkstalan þyrfti að verða því nær
þi'efalt stærri, en hún var 1850, til þess að landið yrði eins þjett-
kyggt og Noregur, og það þó að einungis sje reiknað fyrir þann