Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1858, Page 168
156
SIiYRSLUR UM EFNAHAG SVEITASJÓDANNA.
1854
Vér getum ekki leidt hjá oss að fara nokkrum orðum um
meðferð vora á sveitaskýrslunum og um kosti þá og annmarka,
sem oss finnst vera á skýrslulaginu í liverju umdæmi fyrir sig.
Skýrslurnar að norðan og sunnan voru svo frábrugðnar hvorjar
öðrum, að ver gátum ekki haft þær allar með sama lagi; en hins
vegar voru norðanskýrslurnar hver annari svo líkar, að þær
gátu vel rýmzt saman. Sunnanskýrslurnar höfðu þann kost fram
yfir norðanskýrslurnar, að þar getur greinilega um jarðeign hrepp-
anna og kúgilda tölu og hve mikið hver hreppur átti á vöxtum,
og cins hve margir gjalda til sveitar; en sums af þessu er einúngis
gelið í athugagreinum við skýrslurnar að norðan. þessum dálkum
höfum vér bætt inn í norðanskýrslurnar, og fyllt þá þar sem vér
gátum komið því við. Einnig höfum vér bætt við skýrslurnar að
norðan og sunnau seinasta dálkinum gjaldamegin, eður aðaluppliæð
gjaldanna, því oss þótti það reikníngslegra, og þá verður líka undir
eins séð, hvort gjöld og tekjur standa heirna. Dálkurinn næsti
fyrir framan eptirstöðvarnar gjaldamegin mætti því vel missa sig,
en þó höfurn vér látið hann vera í þetta sinn. En aðalgallinn á
sunnanskýrslunum er sá, að það verður ekki með fullkominni vissu
séð á þeim, af hvaða stofni hver tekjugrein sé runnin, af því öllum
tekjunum er fyrst skipt í landaura og penínga, og peníngarnir
síðan setlir í dálk sér, án þess menn geti vitað, livort þeir sé
goldnir í tíund, aukaútsvar eður annað. Skýrslan frá Gullbríngu og
Kjósar sýslu sýnir bezt, hve óskilmerkileg þessi aðferð getur orðið,
þvi í fimm hreppum sést einúngis, að tiund og aukaútsvar er greidt
í peníngum, en ekki hve mikið hvort um sig er, og ekki einu sinni
hve mikið það er samanlagt. Annars voru og svo margar reikníngs-
villur í skýrslu þessari gjaldamegin, að hún gat ekki komið heim; vér
höfum leiðrétt villurnar, en lálið eptirstöðvarnar verða fyrir hallanum,
þar sem vér fundum ekki villuna í ársgjöldunum, og gelur því
vel verið, að eptirstöðvarnar við árslokin 1854 sé meiri en vér
höfum talið. Skýrslan úr Borgarfirði virðist oss bezl löguð af
öllum skýrslunum; sá sem þá skýrslu hefir samið, hefir líka þekkt
skýrslulagið að norðan, og tekið það sem bezt er í þeim í sína
skýrslu; þessa skýrslu höfum vér látiö halda sér aö öllu, nema