Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1858, Page 170
158
SKYRSLUR UM EFNAHAG SVEITASJÓDANNA.
1854.
þó ekki væri nema í athugagrein, til hvers hin óvissu gjöld gánga,
þegar þau eru mikil, eins og sumstaðar er.
Vér látum nú fylgja hér athugasemdir við sýslu hverja á
Norðurlandi, eptir því sem sýslumenn skýra sjálfir frá í athuga-
greinum við skýrslur sínar, og aukum þær, ef vér vitum nokkru
fyllra en þar greinir.
Ilúnavatnssýsla. Svínavatnshreppur á jörðina Meyjar-
land í Sauðárhrepp í Skagafjarðarsýslu; hún er 10 hdr. að stærð.
Sýslumaður lelur landskuld á lienni 55 álnir og 2 rd. í silfri.
þar að auki eiga allir hrepparnir saman jarðirnar: Hamar á
Ásum, 30 hdr., eptir því sem jarðab. 1696 og 1760 segja; en 1657
erlnin talin20 hdr.; jörðina gaf sýslumaður Guðmundur Hákonarson
15. febr. 1656 fs. Lovs. for Island I., 251-2 og 253, sbr. Jarðatal
Johnsens237. bls.), ogMeðalheim, 20 hdr. eptir jarðabókinni 1802.
Jörð þessa gaf sýslumaður Bjarni Halldórsson á þíngeyrum 10.
maí 1763; þá var jörðin 24 hdr. að dýrleika og byggðist með
hundraðs landskuld og 4 kúgildum fs. Lovs. for Island III., 460,
sbr. Jarðatal Johnsens, 235. bls.). Sýslumaður telur nú eptirgjöld
af báðum þessum jörðum, sem hrepparnir njóta, 250álna; af þeim
fær Vindhælishr. 30 ál., en hver hinna 20 álna; upprunalega munu
þó allir hrepparnir hafa átt að fá jafnt. Eptirgjaldið er talið í
peníngum I skýrslunni. Sýslumaður gelur og í athugagrein við
skýrsluna um fé það, sem hrepparnir eiga á leigu í jarðabókar-
sjóðnum; vér höfum tekið þetta upp í skýrsluna, en viljum samt
geta þess hér, svo að sjá megi hvenær hrepparnir liafi komið fé
sínu á vöxtu. Bólstaðarhlíðarhreppur á kgl. skuldabréf fyrir
100 rd., dags. 28. febr. 1835, og kvittun landfógeta fyrir 50 rd.
Svínavatnshreppur á kgl. skuldabréf dags. 18. ágúst 1829,
14. marz 1834 og 12. febr. 1839, öll saman fyrir 450rd. Torfa-
lækjarhreppur á kgl. skuldabréf dags, 30. marz 1836 og
22. apríl 1839, bæði saman fyrir 200 rd. Sveinstaðahreppur
á kgl. skuldabréf 29. sept. 1842 og kvittun landfógeta 2. júlí 1847,
bæði fyrir 150 rd., og kviltun landfógeta 29. júlí 1854 fyrir 100
rd., sem seltir voru á vöxtu í jarðabókarsjóðnum. Áshreppur
á kgl. skuldabréf 25. marz 1837, 22. apríl 1839, 8. marz 1844