Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1858, Page 184
17-2
SKYRSLUR UJI EFNAHAG SVEITASJÓDA.VNA.
1854.
5. marz 1851 — 125 rd.; bæöi þessi skuldabr. éru með 3*/2°/o
leigu.1
Ef memi bera saman landfógetareiknínginn við skýrslur sýslu-
mauna, þá niunu menn flnna, að hann kemur ekki alstaðar lieim
við þær. Vér getum ekki sagt, hvorir réttara hafa fyrir sér, land-
fógeti eður sýslumenn, þar sem greinir á um mánaðardag skulda-
bréfanna; en ef landfógeti telur, að hreppur eigi meira en sýslu-
maður skýrir frá, þá muu sögn landfógeta réttari; en ef sýslumaður
telur að hreppur eigi meira, þá getur það veriö rélt með þeim
hætli, að hreppurinn eigi skuldabréf, það er eigi verður aptur
heimtað lil útgreiðslu, því landfógeti nefnir að eins á fáum stoðum
hver þau bréf eigi. Bæjarfógetinn telur t. a. ín. í skýrslu sinni,
að Reykjavíkurbær eigi 1165 rd. í jarðabókarsjóðnum, en eptir
landfógetareikuíngnum árið eptir á hann ekki meira en 930 rd., og
er líklegt, að fátækrasjóöur bæjarius eigi þá 235 rd., er mismunar,
í ókræfum skuldabréfum; en það má landfógetinu sjálfur bezt vita.
SVEITAþÝNGSLlN.
það er eilt af atriöum þeim, sem mOnnum mun þykja gaman
að vila, hvort að sveitaþýngsli sé inikil á landi voru eður ekki;
en það er ekki svo auðvelt með öllu að leysa úr því, þar sem
ómagatalan er svo misjöfn í hverjum hrepp og efnahagur greiðenda
ólikur. Til þess að skýra mál þetta fyrir mönnum viljum vér þá
atliuga ómagafjöldann og hve mikill hann sé í raun og veru, og
*) Sjtíðir þcir tveir, sem fyrst eru taldir, munu vera einn sjóður; hinir þrír,
er þá koina, eru og cinn sjtíður (sbr. gjafabr. þtírðar biskups þorlákssonar
20. júlí 1093, Lovs. f. Isl. I.. 508). Tveir hinir síðuslu sjóðir cru og
ekki nema einn sjóður (sjá Lovs. for Isl. VI., 537-541, sbr. Norðra 1855,
30. apr., VII). Vér höfum að eins getið þessara sjdða, sem mestur vali
er á með nöfnin, svo að þeir sem hlut eiga að máli geti borið sig saman
um það. Um nokkra aðra sjdði geta menn vitað á Norðurlandi 1 blaðinu
Noiðra 1855, scm helir greinilegar skýrslur um þá.