Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1858, Page 187
1854.
SKYRSLUR UM EFNAIMG SVEITASJÓÐANNA.
176
norðan. Eptir fólkstalinu 1850 er fólksfjöldinn á Vesturlandi í
samanburði við fólksfjöldann á Norðurlandi sem 15: 22, en nið-
ursetníngarnir voru 1854 ímun fleiri fyrir norðan, eður að eins sem
115: 112.
Vér liöfum aðgreint niðursetníngana, eður þá sem eiginlega
kallast sveitarómagar, frá liinum, sem að eins þigg;ja sfyrk af sveit,
og sem allir eru búandi menn, eptir þvf sem segir í skýrslunum.
þessi skiptíng er öldúngis rétt, því það er silt hvað, að vera búandi
maður og þiggja styrk af sveit, eða vera búlaus maður og vera á
sveit. En um niðursetníngana er það að segja, að það er ekki
nóg að vita tölu þeirra, því að sumir eru fullir ómagar, aðrir ekki
meir en hálfir ómagar, og enn með öðrum eru að eins lögð fáein
fiskvirði: það verður að vita, hversu þúngir ómagarnir eru. þetta
er liægt að vita. Hundrað álna eður 6 vættir er almennt talin full
meðgjöf með sveitarómaga, og verða þá ómagar eins margir og
mörg hundruð álna eru lögð með þeim öllum saman. Á Norður-
landi var 1854 gefið með 460 niðursetum alls 356 hdr. 75 álnir,
og 127 rd. að auk, sem er tæplega meðgjöf með fullum 6 ómögum,
eptir meðalverði verðlagsskránna fyrir norðan 1854. Eptir þessu
verða þá 362 fullir ómagar á Norðurlandi, eður næstum 100 færri
en talið er. Sveitasfyrkur handa 49 þurfabændum var alls 19 hdr.
113 al. og 183 rd. 56 sk., það er full meðgjöf með 28 ómöguin;
verða þá alls 390 fullir ómagar í Norðlendínga og Austfirðínga
fjórðúngi. þetta verður ekki séð á skýrslunum úr hinum fjórð-
úngunum. Sé nú þessi ómagatala borin saman við tölu alls fólksins
á Norðurlandi 1853, sem þá hefir átt að vera rúmar 24,000 manna,
þá kemur l8/6 sveitarómagi á hvert luindrað manna. í kornlandinu
Danmörku eru að tiltölu fleiri sveitarómagar en á voru landi.
1845 var tala fullkominna sveitarómaga í Kaupmannaliöfn 3,17%,
í kaupslöðunum 2,73% og í héruðunum 2,76%» og þeir sem nutu
sveitastyrks, í Kaupmannahöfn 6-7%, í kaupstöðunum 2% og (
héruðunum 0,5%. Á Englandi var 1845 ellefti hver maður, sem
þáði einhvern sfyrk af sveit. í París var 1853 sextándi hver maður
þurfandi, en 1832 ellefli hver.
þó vér nú vitum tiltölu sveitarómaganna og folksfjöldans á