Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1858, Page 301
UM FJÁttlIAG ÍSLANDS.
289
í frumvarpi því lil fjárhagslaga fyrir 1856/5r, sem lagt var
fyrir ríkisþíngið, var stúngið uppá að liækka laun þessara embælt-
ismanna þannig, að justitiarius fengi 2000 rd., fyrsti assessor
1350 rd. og annar assessor 1150 rd. úr ríkissjóðnum, auk þess
sem hinir tveir síðast nefndu hafa úr sakagjaldssjóðnum, og var í
tilefni af þessu gjörð þessi alhugasemd: “þegar árið 1852 sóttu
dómendur i yfirdómi íslands um launa viðbót, og mælti stiptaml-
maður fram með þvi; en með því að menn álitu, að fyrst bæri að
skera úr, hvort yfirhöfuð ælti að hækka laun dómendanna í hæsta-
rétti og í yfirdómunum i Kaupmannahöfn og Vebjörgum, var þessu
slegið á frest fyrst um sinn, og fekk einúngis annar assessor í
yfirdómiuum 200 rd. launa viðbót, sem veiltir voru honum í fjár-
hagslögunum fyrir árið 1854/55. Bæn þessi var ítrekuð aptur árið
sem leið, og mælti stiptamtmaður einnig fram með henni; tekur
hann einkum fram, að einlægt fari í vöxt hversu koslnaðarsamt sé
að lifa í Reykjavík, eins og hann iíka drepur á, að enginn jöfnuður
sé milli launa þessara embætlismanna og launa þeirra, sem ætluð
eru dómendum í yfirdómum í Danmörku og annarstaðar i löndum
Danakonúngs. JNú sem stendur eru laun dómenda í yfirdóini fslands
nefnilega þessi: justitiarius 1000 rd., fyrsti assessor 1200 rd.,
það er að skilja 950 rd. úr rikissjóönum og 250 rd. úr sakamála-
sjóðnum, og annar assessor 1000 rd., nefnilega 950 rd. úr rikis-
sjóðnum og 50 rd. úr sakamálasjóðnum. Allir sjá nú, að laun
þessara embættismanna nú sem stendur eru mjög lítil, og það
hvort heldur sem litið er á, hve áríðandi embælli þessi eru,
eða tillit er haft- til þess, hve kostnaðarsamt það er að lifa í
Reykjavík, sem alllaf fer vaxandi á ári hverju. Atik þessa
niá færa til, aö dómendur í yfirdómunum í Kaupmannahöfn og
Vebjörgum, samkvæmt lögum 10. apríl 1854, hafa fengið launa
viðbót, en næst er þó að setja dómendur í yfirdóminum á íslandi
i i'öð með þessum embættismönnum. Af þessu leiðir, að það
Þykir með öllu nauðsynlegt að hækka laun þessara manna, og
það því heldur, sem assessorarnir að öðrum kosti munu neyðast
i'l) ef laun þeirra ekki verða bætt, að sækja um sýslumanns-
embætli í hinum skárri sýslum, þegar þær losna, þar embælli
37