Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1858, Page 302
290
USI FJÁRIIAG ÍSLANDS.
þessi að sínu leyti eru miklu betri að tekjum til, og mun þá á
hinn bóginn naumast vera svo hægt að fá menn í stað þeirra,
sem liafi jiá hæfilegleika er lögin ákveða. Samt sem áður hefir
mönnum ekki þótt ráðlegt að stínga uppá meiru en hér er gjört,
og hafa menn haldið, að með því móti mætti ráða bót á hinum
helztu annmörkum, einkum þeim sem kynnu að rísa af misjöfnuði
þeim, er nú sem stendur er á tekjum sýslumanna í hinum betri
sýslum og launum yfirdómendanna, og er þeim þó enganveginn
gjört jafnt undir liöfði og dómendum í öðrum yfirdómum ríkisins.”
Á þessa uppástúngu féllst ekki ríkisþíngið, og eru jiví þessi
laun hér talin eins og í fjárhagslögunum fyrir árið 1855/50.
Við I. 12. Laun Jiau, sem híngað til hafa verið lögð land-
lækni á íslandi, hafa ckki verið nema 600 rd., því þeir 300 rd.,
sem landlæknir Jón Thorsteinsen hafði þar að auki, voru launa
viðbót, sem konúngur með úrskurði 9. febrúar 1833 haföi veitt
honum sjálfum. þegar embætti þetta losnaði við dauða hans, stakk
stiptamtmaður uppá að laun þessa embætlis væru hækkuð til 900
rd., og féllst stjórnin á þetla. Ríkisþíngið mælti heldur ekki
móli því.
Við I. 13—19. Laun héraðslækna á Islandi voru áður 300
rd. handa hverjum þeirra, en í fjárhagslögunum fyrir árið 18sa/sa
var ákveðiö, að 3 hinir elztu héraðslæknar ættu að fá 300 rd. hver
í launaviðbót, og 3 hinir ýngstu 200 rd. hver. þelta á sér ennþá
stað, en i ár eru tveir læknar sellir í norður-umdæminu, og var í
frumvarpinu til fjárhagslaganna um þelta efni gjörð þessi athugasemd:
“Með konúngs úrskurði 15. desember 1837 var leyft, að á
ári hverju mælti horga 100 rd. úr jarðabókarsjóðnum til læknis
þess, sem Húnvetníngar vildu fá sér, og ætluðu sjálfir að gjalda
honum aðra 100 rd. á ári með samskotum, og var lækni þessuin
um leið gjört að skyldu, einnig að gegua læknis störfum í Skaga-
fjarðar sýslu. Eptir að samskotum þessum var hætl, veitti kon-
úngur með úrskurði 25. júní 1845 lækni Jósep Skaptasyni, sem
þá liafði lekiö sér bústað í Húnavatns sýslu, 200 rd. viðbót á ári,
þó ekki uema um 3 ár og með því skilyrði, að þessu skyldi lokið
ef tekjur lians vkist á þessu tímabili, annaöhvort af því að hann