Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1858, Page 324
310
UM LANDSHAGSFnÆÐl ÍSLANDS.
Öll mannleg þekkíng er í þvl fólgin, að vita hvað og hvernig
málefni það er, sem um er að ræða, vita orsök þess og orkun,
tildrög og eptirköst, tilefni og áhrif, upphaf og afdrif, upplök og
afleiöing, tilgang og árangur. Að þessu leitar mannlegt hyggjuvit
og öll mannleg speki, og takist henni að finna það, þá heflr liún
fundið gimstein vizkunnar: sannleikann. En með því skynsemi
mannsins veitir svo örðugt að komast fyrir upplök hlutanna og að
rekja afleiðíngaferil viðburðanna, að hún verður opt að láta sér
nægja að athuga það eitt, hvernig þeir koma í ljós, þá er það
mikils vert að vita, hvernig öllu hagar til, enn þótt menn ekki
viti glögglega, af hverju það se komið, eður til livers það leiði.
það cru nú einkum yfirburðir hagfræöinnar yflr aðra frásögn, að
hún er gagnorð, stutt og brýn, skýr og skorinorð; hún sýnir
manni það svart á hvítu, hvernig öllu hagar til; ef talan er áreið-
anleg, þá sér lesandinn bláberan sannleikann fyrir augum sér,
áþreifanlegar og tilflnnanlegar en í nokkurri annari frásögn, því
talan talar og sannfærir betur en snjöll orðgnótt mikillar mærðar
og fagurrar mælsku. En hins vegar rannsakar hagfræðin ekki
sjálf hin fyrstu tildrög til ástands þess, semhúnlýsir; hún sýnir,
hvernig ástandið er í rauninni, en ekki, hvernig það ætti að
vcra í raun réttri. þelta er sýnt í þjóðmegunarfræðinni og
öðrum greinum stjórnvísinnar.
Nú svo lönduin vorum verði Ijósara efni og tilgangur hag-
fræðinnar, að því er land vort snertir, þá viljurn vér drepaáhelztu
þætti hennar og hinar helztu greinir þáttanna; þó er það ekki
svo, sem vér ætlum oss að tæma með því efni hennar, né lýsa
Öllum atriðum hennar út í æsar. þættir hennar eru þessir:
I. Landið; Il.landsmenn; Hl.atvinnuvegirnir; IV. viðskipti
manna: kaupskapur og samgöngur; V. bókmenntir;
VI. stjórnarskipun ö 11; VII. sveitastjórnin. þættir þessir
innibinda í sér margar greinir.
I. Landið.
1) Afstaða þess, hnattstaða eður leg Iandsins, takmörk og
stærð. 2) Eandslagið: Fjöll og dalir, hálendi og láglendi,
vötn og ár. það þarf að geta um hæð fjallanna og dýpt dalanna