Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1858, Page 333
USI lakdsuagsfræði íslands.
319
Aldur hayfrœðinnar.
Menn skyldi nú ætla, að hagfræðin væri gömul fræði, fyrst
hún er svo samgrúin mannlegu lífi og athöfnum, en hverjum
er næst sem hann er sjálfur og hver er sjálfum sér næsturj en
það er þó ekki svo í raun rétlri, þvi það er eiginlega nú um
slundir, að hagfræðin er að skapast. Að sönnu finnast ýmsar
hagskýríngar í fornbókum: manntalið hjá Gyðíngum, hjá Grikkjum
og Rómverjum, og ýmsar greinir aðrar, og að sögn Tacitus liefir
Agústus ritað haglýsíng nokkra um Rómaveldi á sínum dögum,
og var lnin lesin upp hált í ráðinu eptir dauða keisarans. í helgum
fræðum (Chuking) Kínverja finnast og ýmsar liagskýrslur. Menn
vita og, að Arabar hafa lagt stund á hagfræði, því á 8. öld, þá
er þeir réðu ríkjum á Spáni, bjuggu þeir til haglýsíng yfir
Spánarveldi; og það á þeirri tíð, þá er liinn voldugasti höfðíngi
kristinna þjóða, “Karlamagnús keisarinn dýr,” kunni ekki að
draga til stafs. Síðau lá hagfræðin niðri, eða réttara sagt hag-
lýsíngin, því hagfræði geta menn ekki kallað slíkar hagskýrslur,
nema ef vera skyldi lýsíng Mára á Spáni, þangað til síðast á 16.
öld; þá hófust einstaka hagskýrslur á Englandi, Frakklandi og
þjóðverjalandi, og uxu smátt og smátt, unz þær eru nú orðnar
að fræði.
Forfeður vorir háru og kennsl á haglýsíngar, og leituöu
þeirra, er þeim þótti við liggja. Hin fyrsta skýrsla er sú, er
Gizur biskup lét telja bændur á íslandi, þá er jiíngfararkaupi
áttu að gegna, um það leyti er líundargjörð hans var í lög tekin
árið 1096. Ilúngrvaka segir svo frá: „Gizurr biskup liafði telja
látið bændr á íslandi, þá er þíngfararkaupi áttu at gegna; ok váru,
þá VII' í Austfirðíngafjórðúngi, en X' i Sunnlendíngafjórðúngi,
IX' i Vestliröingafjórðúngi, en í Norðlendíngafjóröúiigi XII' , ok
var sá auðgaslr at jöfnu manntali”1. Hafa þá verið 4560 búendur
á íslandi, þeir er þíngfararkaupi átlu að gegna. Sú er önnur
skýrsla, er “Páll biskup lét telja í þeim þrimr fjórðúngum lands,
er hann var biskup yfir, kirkjur þær er at skyldu þurfti presta
0 Húngrv. 6. Uap, sbr. Íslendíngabóli 10. kap. Krislnis. 13. Uap.