Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1858, Page 341
l)M LANDSHACSFBÆDI ÍSLANDS.
327
minnsta kosti að þekkja liagi sína; hann verður og að vita, hvernig
hlutunum til hagar, hann verður að vita, livað sjálfum honum
hagar, áður en hann hugsar til að hafa góðan hag af tilhögun
hlutanna. það er ekki að eins náttúrlegt, lieldur og æskilegt, að
hver láti ser vera aunt um sína hagi, einkum ef við er bætt, og
um hagi landsins, sem hann lifir í, og um hagi landa sinna, náúnga
og bræðra. það er náltúrlegt, að hver spyri sjálfan sig, liver at-
vinnuvegur se bezlur, hvort það sé landbúnaðurinn eður sjávarút-
vegurinu, livort betra sé að leggja slund á garðarækt eður gras-
rækt, að liafa nautabú mikið eður sauðabú o. s. frv. En lil þess
að leysa úr þessum og viðlíka sþurníngum, útheimtast skýrslur og
lýsingar og samanburður á bjargræðisvegunum, eptir því sem til
hagar í liverri sveit og byggðarlagi. Hver bóndi gelur gjört og
ætti líka að gjöra sér skýrslu yfir búnað sinn og yfir hverja grein
búskaparins; þaö er ekki svo erfitt né vandasamt, því ekki þarf
annað en að telja tilkostnað allan sér og arð sér, eður tekjur
og gjöld, og síðan jafna saman, til þess að sjá hvað mestu kastar
af sér. það eru lil margs konar skýrslur um þetta efni bæði í
eldri og ýngri ritum Islendínga. Vér tökum til dæmis rilgjörðirnar
í G. Fél. “um not af nautpeníngi”, “sveitabóndann”, “um gagns-
muni af sauðfé”, “um jafnvægi bjargræðisveganna” o. s. frv.;
einnig ýmsar ritgjöi'ðir i Armanni á alþíngi, í Nýjum Félagsritum,
Atla, þrem Ritgjörðum, Hugvekju Johnsens, Búnaðarriturn Suður-
amtsins, Gesti Vestfirðíng og í fleiri ritum öðrum. En það er
eptirtektavert, liversu dagbiöð Íslendínga gefa þessu efni lítinn
gaum, sem þó ælti að liggja þeim næst. Armann á alþíngi hefir
greinilega skýrslu uni jarðeplagarð Lewers kaupmanns á Akureyri;
“en siðan aldrei við söguna meir”. það þykir oss og sæta tiðindum,
lil þess að taka eitt dæmi af mörgum, hversu mjög Eyfirðíngar
hafa aukið skipastól sinn nú hin síðustu árin, og það ekki síður,
að einn af þjóðhagasmiðum Íslendínga er farinn að smíða skip og
það enda liaffær skip, og margir úngir inenn farnir að læra sigl-
ingafræði, svo nú er það ekki lengur sannmæli, að „enginn kunni
að sigla”. En þó sjáum vér þessa hvergi getið í blöðunum.
Vér tökum ekki þetta fram til þess að færa að blaðamönnum