Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1858, Síða 344
330
DM MANIVFJÖLDA Á ÍSLANDI.
landið gæti framfleytt helmíngi fleiri eða jafnvel tvöfalt svo mörgum
mönnum sem þá voru i landinu, og þeir, sem hafa tekið dýpst í
árinni, hafa ætlað, að landið mundi enda geta risið undir miljón
manna. Vér láum engan veginn þeim mönnum, sem ritað liafa
um hagi og málefni landsius á 17. og 18. öld, þó þeir væri smá-
tækir og vondaufir um framför landsins, og þó þeim virtist allt
vera að fara á höfuðið; þvi það varð ekki varið, þó hryggilegt
væri, að allt var að ganga iil þurðar fram að 1787: landbúnaður-
inn eyddist, jarðirnar lögðust í eyði svo hundruðum skipti, fén-
aðurinn féll hrönnum, húsin færðust allajafna meir og meir saman,
verðið á öllum landvarníngi var einlægt að lækka í kaupstaðnum,
og fólkið hrundi niður og valt útaf úr sulti og seyru, svo lands-
húalalau mínkaði æ meir og meir. Vér skulum fyrirgefa mönnum,
þó þeir sæi ekki glögglega, hvar skórinn þrengdi að þjóðinni, né
þekkti skýrlega lög þau, er ráða högum mannfélagsins, og vér
skuluin ekki ásaka þá, enn þótt þá vantaði örugga einurð, þolgott
þrek og samhuga samheldni til að fá það lagað, er mest fór af-
laga. — En geta fleiri menn lifað á landi voru?
A hverju lifum vér?—A liandaíla vorum, á vinnu vorri. Ef
því ekki geta fleiri lifað í landinu, en nú eru, jiá er það allt eitt
og að ekkert sé lil framar að gjöra, sem gagn sé í: vér séim
búnir að rækta svo landið, að það megi ekki betur verða; ekki
sé til neins að auka sjávarútveginn, þvi ekki sé meiri fiskur til,
en nú er dreginn; ekki sé heldur til neins að fjölga smiðum og
öðrum iðnaðarmönnum, því öll vara sé svo vel unnin sem bezt má
verða. þetta mun þó enginn vilja segja, því það væri liið mesta
háð og fásinna. Ef vér hugfestum það vel og nákvæmlega, að
vér lifum á vinnu vorri og að meira sé til að gjöra, ]iá sann-
færumst vér um, að fleiri menn geti lifað í landinu, og það því
fremur, sem vér hljótum að játa, að vér fáum handafla vorn nú
allvel borgaðan, svo að vinnan er arösöm; meðan því nokkuð er
til að vinna, er til nokkurs að vinna, og meðan til nokkurs er að
vinna, er og til nokkurs gagns að vinna: lilgangur og árangur,
vinna og vinníngur fylgjast að. En nú kunna menn að segja: þó
nú svona sé áslatt, þá gela þeir tímar komið, að ekki geti fleiri