Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1858, Side 346
332
UM MANNFJÖI.DA A ÍSLANDI.
sem til eru í landinu, og berum þau á borð fyrir helmíngi fleiri
menn, en nú eru þar, og þá þætti oss gamaii að sjá, hvort sér-
hver fengi eigi helmíngi minna”. Slíkar og þvílíkar röksemdir
kunna að þykja óyggjandi í fyrsta álitij en ef betur’er að gáð,
þá eru þær byggðar á getgátu og hugarburði, sem ekki á sér
stað í lilveru hlutanna. Það er satt, ef mannfjöldinn einn yxi,
en allt annað stæði í stað, þá væri það til tjóns fyrir landið; en
það yrði og til jafnmikils skaða, að mannfjöldinn stæði í stað, en
öll efni nianna minkuðu. En þessir menn þurfa að sanna þá
getgátu sína, að allt annað standi í stað , þó mönnum fjölgi í
landinu, og gjöra að ósannindum málsháttinn: „Guð gefur brauð
með barni”; þeir þurfa að sanna, að öll framför, eður breytíng á
högurn landsins tilhins betra, sé ómöguleg; þeir þurfa enn fremur
að sanna það, að þeir sem við bætast geri ekkert til gagns, víki
hvorki liendi né fæti þangað sem öðrum má betur líka, hcldur
verði fullkomnir ómagar liinna alla æfi. Hugsunarvilla þessara
manna er í stultu máli sú, að þeir ætla, að allt hljóti að standa
við það sem nú er, og gæta livorki að því, að velmegun landsins
breytist árlega, né hyggja að því, hvaðan auðurinn sé kominn og
í hverju hann sé einkanlega fólginn. Eða eru ekki öll efni vor
ávöxtur af starfsemi og vinnu, annaðhvorl forfeðra vorra eður
sjálfra vor? Sýndu mér marga fémæfa hluti, sem ekkert mannvirki
sé á, sem engri mannlegri athöfn hafl verið varið til að aíla? Ef
þú ert ekki sannfærður um, að auðæfi landsins sé mest megnis
fólgin í vinnuatla landsmanna, gjörðu þér þá i hugarlund, að
allir landsmenn hætti að vinna annað en að matreiða og neyla þess
sem til er; hversu lengi mundi það endast? Að eins skammastund;
þvi það er miklu meiri auður fólginn í styrkleika og heilsu
likamans, i kunnátlu og hyggjuviti sálarinnar, en i öllu aurasafni
þessa heims; því allir fjármunir, sem nú eru lil, eru árangur af
vinnu einhvers manns, leifar þær sem eptir urðu, þá búið var að
borga allan tilkostnað og alla eyðslu, og þó eru þessar leifar svo
litlar, að þær hrökkva varla árlangt, ef ekkert væri unnið. — Nú
kynni þó enn einhver að segja: „Landsmönnum fjölgar á ári
n/erju að eins um börn á fyrsta ári, og þau eru þó ómagar.” En