Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1858, Page 347
U.M MANNFJÖLDA a' ÍSLANDI.
333
þess ber líka að gæta, að þá árið er liðið eru ársgömlu börnin
orðin tvævetur, tvævetru þrévetur o. s. frv.: allir landsmenn eru
einu ári eldri. En þó nú svo væri, sem þó ekki er í raun réttri,
að allir þeir sem við bætast væri ómagar í fyrstu, þá er það samt
gagnsvon og hagur. Menn ala upp kálfa, lömb og folöld, hvolpa
og kettlinga, og kosta til þessa í þeirri von, að það verði þeim á
síðan til hagsmuna; er það þá ekki undarlegt og ómannlegt, að
kviða fyrir að ala upp börn, og álíta að þau sé lakari og minna
verð en kálfar eða kettlíngar?
Vér höfum nú leilazt við að sýna, að auður landsins sé mest
megnis fólginn i vinnuaíla landsmanna, og leiðir þar af, að landið
verður því auðugra og styrkara sem fleiri verða vinnandi menn i
landinu. En nú er eplir að sýna, að það sé belra fyrir hvern
einn einstakan í mannfélaginu, að landsmönnum fjölgi. Er vér
lítum yfir mannlegt líf og mannlegt félag, þá munum vér finna,
að enginn er svo einmana eður sá einbúi, að hann eigi ekki ein-
liverju við aðra menn að skipta, að liann eigi ekki einhvern að.
Mannlegt félag er svo samsett, að það er margl til, sem nær til
allra, sem er öllum mönnum i félaginu sameiginlegt. Kaupskapur,
samgöngur, bókmenutir, landslög, landsréttur eðuralmenn réttindi
manna, landstjórn öll: valdstétt, kennidómur, skólar og upp-
lræðíng alþýðu, dómendur, læknaskipun og fjárhagur landsins;
þetta allt eru málefni, sem alla varðar og allir landsmenn eru og
hljóta að vera viðriðnir, livort sem þeir finna það eður ekki,
hvort sem þeir vilja það eður ekki; því manninum er ekki auð-
veldara að skjóta sér undan náttúrulögmáli mannfélagsins, lieldur en
steininum að hliðra sér hjá þýngdarlögum náttúrunnar. En nú er
því svo varið með almenn málefni og fyrirtæki, að annaðhvorl
þarf alls ekki að kosta meiru lil þeirra, þó landsmenn eður
hluttakendur fjölgi, eður ef tilkostnaðurinn vex, þá verður það þó
aldrei að því skapi sem hluttakendur fjölga, og kemur því léttara
á hvern. það kostar til að mynda jafnmikið að leggja vegi um
landið, hvort sem margir eiga að fara þá eður fáir; það kostar
jafnt i sjálfu sér, hvort sem kennari les fyrir einum pilt í bekk
eður mörgum; það er og jafnmikill kostnaður, að hlaða letri á
43