Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1858, Page 385
UM MAN xfjölda a íslakdi.
371
það er auðvitað, að aðrar eins skýrslur og þessar geta ekki
verið fullkominn vottur um fæðíngarmegn li.já þjóðunum, þó allt
sé rétt talið og jafnt í öllum löndum, vegna þess að fæðíngar
eru mismargar á ýmsum tímum, og fara jafnan lieldur mínkandi;
en í skýrslum þessum eru bæði tímabilin ekki öll hin söniu, og
fyrir mörg lönd er ekki tekið neina eitt ár til samanburðar,
vegna þess að skýrslur vantar, er taki yíir lengri líma. Tökum nú tíma-
bilið frá 1830 til 1833 á íslandi til dæmis, þá var meðalmann-
fjöldinn 64,544 og meðaltal fæddra 2547, eður 1 fæddur af 21.4
landsmanni, og er þá ekkert af þeim 26 löndum, er vér höfum
lekið til samanburðar, er geti jafnazt á við það. En þó vér
fylgim nú tímabilinu 1850 — 55, þá cru samt ein 4 ríki, sem
skara fram úr íslaudi, og eru 3 af þeim á Ítalíu, en þaðan eru
skýrslur mjög óglöggar og tímabilið eldra. Saxland er hið fjórða,
og eru skýrslur þaðan áreiöanlegar; munurinn rnilli fæddra þar
og á voru landi er að eins 2 °/0, sem á Saxlandi er meira. En
hins vegar er munurinn geysi mikill á iriilli íslands og allra ann-
ara norðurlanda; er þar ísland eitt sér og skarar langt fram úr
þeim öllum. Á írlandi fæddist 1 af 27 landsmönnum frá 1821 til
1831, og kemst það næst íslandi; en þó er þetta ekki lil marks
um frjósemi landsmanna, því á írlandi voru svo langtum fleiri lijón
cn á íslandi. Vér höfum þegar sagt, að aðferð þessi væri ekki
órækur vottur um frjósemi landsmanna — og það er þó hún, sem
á að finna —; ber einkum þrennt til þess: 1) aldur manna, 2)
hjójnatala og 3) lausaleikur. þetta er misjafnt í öllumlönd-
um, og skal nú skýrt frá því.
2. Hjúskaparstétt fæddra. það er hjúskaparstétt fæddra,
hvort barn er aliö í hjónabandi eður utan þess, er skilgetið eður
óskilgetið. Óskilgetin börn eru annaðhvorl getin í lausaleik eður
í hórdómi, en aðgreiníng þessa vantar í skýrslurnar. Frá 1850
til 1855 eru fædd á íslandi alls 12,660 börn skilgetin og 2123
óskilgetin, það verður að meðaltali ár livert 2110 skilgetin börn
og 353.8 eðtir því nær 354 óskilgetin; kemur þá 1 óskilgetið á
6.96 börn skilgetin, eður rúmlega sjöunda hvert barn er óskil-
getið. En hilt er ekki rétt, sem þó sumir telja, að sjötta hvert